Fréttir frá Stjórn
Fyrirhugað er að halda þjóðlegan Karladag hjá hestamannafélaginu Sleipni þann 25 apríl. til styrktar reiðhallarbyggingu Sleipnis á Selfossi. Hugmyndin er að hittast í kaffi eftir firmakeppni Sleipnis og líta á atriði frá Æskulýðsnefnd, foreldrar sýna listir sínar á fákum barnanna- atriði þeirra úr Hestafjörssýningunni. Kannski verður glens og gamanmál. Að uppákomu lokinni munu karlar ríða í í hópreið á TORG HINS HIMNESKA FRIÐAR. Þar verður Bakkusi blótað og menn koma sér í rétta stemmingu fyrir kvöldskemmtun sem verður haldin í Hliðskjálf og hefst hún á kvöldverði kl. 20.00. Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð að þjóðlegum sið og skemmtun fram eftir kvöldi. Miðaverð kr. 4000. Byggingarnefnd reiðhallarinnar
Til til félagsmanna Sleipnis. Á síðata aðalfundi félagsins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að hætta með svonefnt hjónagjald.
Stjórn Sleipnis
Sýnikennsla með Heklu Katharínu þann 19. Febrúar klukkan 20:00.
Hekla kemur til okkar með hesta sem hún er að undirbúa fyrir komandi keppnis-og sýningatímabil. Ólík hross með ólíkar áherslur.
Hverjar eru þessar áherslur? Hvernig getur viðhorf okkar til hestsins hjálpað okkur? Hver eru markmið okkar með þjálfun hans?
Þessum spurningum og fleirum verður svarað ásamt því að áhorfendur fá tækifæri til að fá svör við þeim spurningum sem á þeim brenna.
Aðgangseyrir 1.500.-
Minnum á:
Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis og Sleipnishallarinnar verður haldinn föstudaginn 30 jan kl.20.00 í Hliðskjálf. Dagsskrá venjuleg aðalfundarstörf, tillögur og önnur mál.
Kveðja Stjórnin
Áhugasamt fólk hvatt til starfa í nefndum Sleipnis Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá hestamannafélaginu Sleipni og hvetur stjórn áhugasama hestamenn til að starfa í nefndum Sleipnis. Hjá Sleipni eru margar nefndir með fjölbreytta starfsemi. Kynntu þér málið á sleipnir.is og hafir þú áhuga, hafðu þá samband við Magnús Ólason formann Sleipnis á netfangið mako@simnet.is eða í síma 8919588.