Áhugasamt fólk hvatt til starfa í nefndum Sleipnis Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá hestamannafélaginu Sleipni og hvetur stjórn áhugasama hestamenn til að starfa í nefndum Sleipnis. Hjá Sleipni eru margar nefndir með fjölbreytta starfsemi. Kynntu þér málið á sleipnir.is og hafir þú áhuga, hafðu þá samband við Magnús Ólason formann Sleipnis á netfangið mako@simnet.is eða í síma 8919588.