Það líður að kvennakvöldinu og undirbúningur á fullu.
Kvennakvöld Sleipnis 2022 verður miðvikudagskvöldið 20. apríl í Hliðskjálf. Þema kvöldsins er Verbúðin.
Húsið opnar kl. 19 með landabollu og borðhald hefst kl. 20. Veislustjóri er Fjóla Kristinsdóttir.
Miðaverð kr. 6.900. Innifalið er m.a. fordrykkur, matur, bingó, trúbador og taumlaus gleði.
Miðasala verður í Hliðskjálf þriðjudaginn 12. apríl frá 17 – 19.
Boðið verður upp á sjávarréttapasta, kalkún, kartöflugratín, steikt grænmeti, ferskt salat og sveppasósu að hætti Kaffi Krúsar. Blandaðir sætir bitar í eftirrétt. Gestir koma með eigin drykki. Ef einhver er með ofnæmi eða er vegan, vinsamlega hafið samband við Idu (ida@grundbergs.com).
Nánari upplýsingar á FB viðburði kvennakvöldsins: -Hér-
Þann 2. október var haldin árshátíð félagsins með pompi og prakt í Hvíta húsinu á Selfossi. Fjöldi knapa var verðlaunaður fyrir afrek ársins eins og sjá má í meðfylgjandi myndaalbúmi.
Sigursteinn Sumarliðason átti gott ár og er hann fyrstur til að vinna bæði Sleipnisbikarinn fyrir sigur í A flokki og Klárhestabikarinn fyrir sigur í B flokki.
Védís Huld hlaut æskulýðsbikar Sleipnis, hún er íslandsmeistari í fimmgangi unglinga og gæðingaskeiði auk þess að vera samanlagður sigurvegari í unglingaflokki.
Glódís Rún Sigurðardóttir er íþróttaknapi Sleipnis og knapi ársins hjá Sleipni. Glódís er íslandsmeistari í fjórgangi, slaktaumatölti og samanlögðum fjórgangsgreinum auk titils í 150m skeiði.
Haukur Baldvinsson varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum 2021.
Við erum afar stolt af okkar afreksfólki og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur ársins.
Kæru Sleipnisfélagar og aðrir góðir gestir.
Laugadaginn 2. okt. verður árshátið Sleipnis og í framhaldi hið rómaða Hestamannaball Hvítahúsins. Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og hefst borðhald og skemmtun á slaginu klukkan sjö.
Auk veislustjóra og annara hefðbundina atriða mætir hinn eini sanni Sóli Hólm ásamt fríðu föruneyti, kvöldið endar svo einu skemmtilegasta balli ársins með einni skemmtilegustu hljómsveit landsins Stuðlabandinu.
Allt sem þú þarft að vita:
kl. 18:00 húsið opnar með fordrykk
kl. 19:00 borðhald og skemmtun hefst
kl. 22:00 dansleikur hefst
kl. 00:00 dyrnar loka
kl. 00:45 hljómsveit hættir
Miðaverð á árshátíð kr. 8.600.- og hefst miðasala í Balvin og Þorvaldi fimmtudaginn 23. sept.
Miðaverð eingöngu á ball kr. 3.900.- og hefst miðasalan fyrir ball gesti í Gallerí Ózone föstudaginn 24. sept. þar sem eingöngu 300 miðar verða í boði, fyrstur kemur fyrstur fær. Ath. ballið hefst kl. 22 - 00:45
Hlökkum til að sjá ykkur
Þann 19. Október nk. verður uppskeruhátíð og árshátíð hestamannafélagsins Sleipnis en þetta er fimmta árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og sérstöku hestamannaballi. Í ár verður einnig haldið upp á afmæli hestamannafélagsins, en það var stofnað 9. Júni 1929 og fagnar því 90 ára afmæli í ár. Allt frá upphafi hafa viðtökur og stemningin verið með eindæmum góð. Í ár verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjóri verður Gísli Einarsson, en fram koma meðal annars Eyþór Ingi Gunnlaugsson ofl. Kvöldið endar svo á hinu rómaða hestamannaballi með Sverri Bergmann og Albatross. Forsalan á árshátíðina hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 1. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 7.600.- Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahússins
Með kveðju nefndin