Viðburðir og skemmtanir
Stefnt er að því að fara árlegan baðtúr Sleipnis á laugardaginn 22. maí.
Lagt verður af stað frá Hliðskjálf klukkan 13:30
Stoppað verður hjá Kalla og Írisi á Óseyri þar sem seldar verða léttar veitingar á gegn vægu gjaldi og því um að gera að hafa smá aur með sér í vasa.
Sjáumst sem flest hress og kát þeir sem geta með heilbrigð hross.
Kveðja, ferðanefndin.
Næsta laugardag verður sannkallaður hátíðisdagur hestamanna. Vertarnir á Kríunni ætla að kveikja upp í grillinu og vera með gómætan grillmat í boði á milli klukkan 16 og 18. Tilvalin laugardagsreiðtúr fyrir unga sem aldna. Um kvöldið verður svo hugguleg stemming á Kríunni þegar Labbi fyrrum Glórubóndi ásamt syni mætir á fornar slóðir um tíuleytið og spilar og syngur eins og honum einum er lagið fram eftir kvöldi.
Hestamenn nú skulum við nota tækifærið og gera okkur glaðan dag saman.
Vel væri þegið ef þeir sem ákveðnir eru í að mæta í grillið tilkynni þátttöku með sms eða símtali í síma 897-7643 eða í tölvupósti á kriumyri@internet.is til að hjálpa vertunum að áætla innkaup.
Nánari upplýsingar og fréttir verða í vikunni á krian.is
Í tilefni 80 ára afmælis Hestmannafélagsins Sleipnis verður haldin árshátíð 28.nóvember í Þingborg.
Boðið verður upp á jólahlaðborð.
Verði aðgangsmiða stillt í hóf. Sleipnisfélagar takið frá daginn og endurvekjum árshátíðarstemminguna.
Nánar auglýst síðar. Afmælisnefndin.
Laugardaginn 30 mai verð ég með steikarhlaðborð í veislusalnum í
reiðhöllinni í Víðidal. Hefst kl.18.00 og verður opið til 22.00 þannig að
fólk getur komið hvenær sem er á þessum tíma i hlaðborðið. Þetta er í
tengslum við Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum og væntanlega verður
nokkuð mikið af Sleipnisfélögum á svæðinu. Borð munu svigna undan kræsingum
og verðinu stillt í hóf eða 1890 kr. á mann. Sleipnisfélagar sem eru mínir
vinir flestir hverjir eru sérstaklega velkomnir í veisluna. Gott væri ef
fólk léti vita um fjölda til að tryggja nægan mat ef mikið fjölmenni
verður. Síminn minn er 8961250 (Bjössi)