Heiðursfélagar í­ Hestamannafélaginu Sleipni

Magnús Ólason, Heiðursfélagi 2022
Fyrir ómetanlegt starf í þágu hestamannafélagsins Sleipnis. Varaformaður 2011-2013 og formaður 2014-2020. Stjórnarsetu Sleipnishallarinnar auk ýmissa annarra starfa hjá félaginu.
 
Ingibjörg Stefánsdóttir, Heiðursfélagi 2022
Fyrir ómetanleg störf í þágu hestamannafélagsins Sleipnis. Nefndarformaður félagsins um langt skeið. Skal þó helst til nefna áratugs formennsku í húsnefnd félagsins og Hliðskjálf félagsheimilis Hestamannafélagsins Sleipnis.
 
Haraldur Þórarinnson, Heiðursféalgi 2019
Fyrir ómetanlegt starf í þágu hestamannafélagins Sleipnis.  Formaður félagsins 1991-1995, virkur í nefndarstörfum auk þess að hafa unnið að málefnum hestamanna um árabil. Formaður Landssambands Hestamanna í átta ár.
 
Jón Sigursteinn Gunnarsson, Heiðursfélagi 2019.
Fyrir ómetanleg störf í þágu hestamannafélagsins Sleipnis. Formaður félagsins í sjö ár frá 2000-2007. Stýrði uppbyggingu á keppnisvöllunum á Brávöllum auk annarra starfa fyrir félagið um árabil.
 
Snorri Ólafsson Heiðusfélagi 2014 
Fyrrverandi formaður Sleipnis og frumkvöðull í íþróttakeppni félagsins dreif áfram fyrsta íslandsmót í hestaíþróttum 1978 á Selfossi og dómari félagsins til langs tíma á landsvísu m.a. á Evrópumótum.
 
Gunnar M Friðþjófsson Heiðusfélagi 2014
Alla tíð unnið félaginu vel. Starfað í stjórnum og mótamálum bæði íþrótta- og gæðingamótum, einnig verið okkar besti þulur þegar þurft hefur á að halda.     Heiðraður 2014
 
Einar Öder Magnússon Heiðusfélagi 2014
Keppnismaður Sleipnis frá unglingsaldri, var fyrstur til að vinna bæði A- og B-flokk gæðinga á Landsmóti. A-flokkinn vann hann á Júní árið 1986 og B-flokkinn á Glóðafeyki í Víðidal 2012 Báðar þessar sýningar eftirminnilegar þeim sem  sáu til.
 
Einar Hermundsson Egilsstaðakoti Heiðusfélagi 2014
Stjórnar- og nefndarmaður félagsins um langt skeið. Skal þó helst nefna elju hans og dugnað í reiðvegamálum þar sem Einar hefur verið formaður í nokkur ár og rutt nýjar reiðleiðir um Flóann fjarri bílvegum.
 
Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra. Heiðusfélagi 2012
Sleipnishöllinn vígð árið 2012, kom byggingunni af stað með framlagi frá ríkinu sem notað var til að kaupa límtréseiningar og stálklæðningu. Höllin hefur lyft grettistaki í starfsemi félagsins.
 
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, Arnarstöðum
Fyrrverandi formaður félagsins, 1983 - 1985 og öflug í æskulýðsstarfi og nefndum félagsins um langa tíð.
 
Svala Steingrímsdóttir, Selfossi, heiðursfélagi 2009
Mjög virk í stjórnum og nefndum félagsins um langa tíð og þátttakandi í sumarferðum félagsins um árabil.   
 
Gunnar Birgir Gunnarsson, Arnarstöðum, heiðursfélagi 2009
Formaður Sleipnis á árunum 1975- 1977 og 1988 -1991 auk góðra starfs að æskulýðsmálum félagsins. Sat í stjórn Landssambands Hestamannaféalga í tólf ár og sem varamaður í sex ár.
 
Birgir Guðmundsson, heiðursfélagi 2009,  formaður félagsins 1977- 1981.
Drifkraftur í uppbyggingu á fyrstu keppnisaðstöðu félagsins á Selfossi 
 
Þorbjörn Guðbrandsson
Heiðursfélagi
 
Valdimar Stefánsson
Heiðursfélagi
 
Tómas Guðbrandsson
Heiðursfélagi
 
Skúli Ævar Steinsson
Heiðraður fyrir langan og árangursríkan keppnisferil fyrir hönd félagsins á Landsmótum og víðar. Einnig hefur hann unnið A-flokk Sleipnis á Murneyri oftar en nokkur annar félagsmaður.
 
Guðjón Sveinbjörnsson
Stofnfélagi, heiðursfélagi 1999
 
Anna Valdimarsdóttir
Heiðursfélagi 1999
 
Einar Sigurjónsson
Heiðursfélagi 1999
 
Ólafur Sigurðsson
Heiðursfélagi 1999
 
Gísli Bjarnason 
Virkur í félagsstarfi stjórn og nefndum.
 
Snorri Sigfinnsson 
Virkur í félagsstarfi stjórn og nefndum.
 
Einar Bjarnason 
Virkur í félagsstarfi stjórn og nefndum.
 
Júlíus Jónsson, póstur, Sogni.
Mjög virkur félagsmaður og áhugasamur um ferðalög.
 
Jón Bjarnason, Selfossi
Formaður frá 1956 til 1964 og aftur 1970 til 1972.
 
Brynjólfur Gíslason, Selfossi
Formaður frá 1952 til 1954
 
Jón Pálsson, dýralæknir, Selfossi
Formaður frá 1938 til 1952
 
Bogi Eggertsson, Laugardælum til 1937
Stofnfélagi og formaður fyrstu 8 árin
 
Gestur Jónsson, Hróarsholti
Stofnfélagi og stjórnarmeðlimur félagsins fyrstu árin
 
Guðjón Guðjónsson, Bollastöðum 
Stofnfélagi