Til stendur að bæta við fólki í Æskulýðsnefnd Sleipnis. Nefndin er ein af mikilvægustu nefndum félagsins og með fleiri höndum verður verkið léttara.
Þeir sem vilja og geta starfað í nefndinni í ár eru beðnir um að hafa samband við Lindu Björgvins í síma 898-9592 eða með tölvupósti á aeskulydsnefnd@sleipnir.is
Ágúst Hafsteinsson gæðingadómari ætlar að hitta Sleipniskrakka í Hlíðskjálf í kvöld kl:20:00 og fara með þeim yfir áherslur dómara og hvað knapar þurfa að hafa í huga fyrir gæðingakeppni.
Æskulýðsnefnd býður krökkunum upp á pizzu að spjallinu loknu.