Klarhestaskjoldurinn 300

Klárhestaskjöldur Sleipnis

Í ávarpi á Árshátíð haustið 2015 kynnti formaður Sleipnis, Magnús Ólason að honum hefði lengi þótt vanta veglegan verðlaunagrip fyrir efsta hest Sleipnis í B-flokk gæðinga líkan þeim sem félagið á í Sleipnisskildinum fyrir A-flokkinn. Formaður hafði því samband við Siggu á Grund listamann og útskurðarmeistara sem er Sleipnisfélagi um að skera út fallegan töltara fyrir félagið sem yrði farandgripur líkt og Sleipnisskjöldurinn. Sigga tók verkið að sér og vann að verkinu veturinn á eftir. Skjöldurinn var afhentur af Siggu á gæðingamóti Sleipnis á Brávöllum 2016 í fyrsta sinn. Það ætti að gera það enn eftirsóknaverðara að vinna B- flokk gæðinga og fá að varðveita gripinn á milli móta. 

 

Bikarhafar   Klárhestaskjaldarins.

Frami frá Ketilsstöðum,  IS2007176176   eigandi Elin Holst   Brávöllum 2016
Frami frá Ketilsstöðum,  IS2007176176   eigandi Elin Holst   Brávöllum 2017
Frami frá Ketilsstöðum,  IS2007176176   eigandi Elin Holst   Brávöllum 2018
Hnoss frá Kolsholti 2, IS2009287695   eigandi Helgi Þór Guðjónsson  Brávöllum 2019
Glampi frá Ketilsstöðum IS2011176178   eigandi Bergur Jónsson Brávöllum 2020

 

27 Oct, 2020

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1828
Articles View Hits
4491072