Félagsheimilið Hliðskjálf:

Inga S. Halldórsdóttir tekur við pöntunum vegna leigu á Hliðskjalf á netfang: husnefnd@sleipnir.is
Sjá má bókunarstöðu félagsheimilis HÉR.

 

Reiðhöllin:

Stjórn Sleipnishallarinnar ehf

Innkoma í reiðhöll:

Gengið er inn að austanverðu   um gönguhurð - rafrænn lykill opnar inn. 

Notkunarreglur Reiðhallar:

Handhafar árs-og mánaðarkorta hafa aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri notkun t.d. einkatímar,námskeið og sýningar.  Miðað er við að höllin sé almennt  í notkun frá kl. 06.00-24.00. Sjá má bókunarstöðu reiðhallar HÉR.

Félagsmenn / leigutakar hafa leyfi til að hafa börn sín undir 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.  Börn yngri en 16 ára mega ekki vera ein í höllinni.  
Nánari upplýsingar um aðgang og sölu aðgangslykla að reiðhöll er hægt að nálgast :  hér

Miðað er við að hver og einn sé ekki lengur en einn klukkutíma í höllinni í senn bíði aðrir eftir því að nota höllina.
Heimilt er að átta hestar -knapar séu á reiðgólfi  að hámarki í einu.

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða. Sama á við þegar námskeið og aðrir viðburðir eru þar inni.
Tengiliður vegna reiðhallar er Sigurvaldi R.Hafsteinsson, sleipnir@sleipnir.is  / gsm. 8971299.

Varðandi leigu á reiðhöllinni þá skal hafa samband við Sigurvalda R.Hafsteinsson í síma: 897-1299 / e-mail: sleipnir@sleipnir.is , sem veitir allar nánari upplýsingar.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít og annað rusl, bæði í höllinni sjálfri sem og stíum hringgerði í nýbyggingu. Losa skal hjólbörur við suð-austur horn reiðhallarinnar eftir þörfum. Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann fá þeir það ekki endurgreitt. 

Öllum knöpum er skylt að nota hjálm í reiðhöll. Á þetta við um alla, atvinnu og áhugamenn.

Félagsmenn-leigjendur- aðrir notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn Sleipnishallarinnar ehf  hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja.

Hundar er bannaðir í höllinni

Reykingar eru bannaðar


Umferðareglur í reiðhöll

1. Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

2. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari    gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

3. Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.

4. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

5. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð

6. Ekki má stöðva hestinn á sporaslóð. Stöðva skal inni á miðjum velli nema samkomulag sé í milli þeirra er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

7. Hringtaumsvinna fer ekki saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið / einkatímar.

8. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

9. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

10. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur.

11. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

12. Knapar og gestir eru á eigin ábyrgð í höllinni.