Með samningi við Árborg vorið 2021 hefur Sleipnir fengið umráðarétt  yfir öllum grænum svæðum í hesthúsahverfi Sleipnis og á Brávöllum. Svæðin verða hólfuð niður og leigð félagsmönnum sem  viðrunarhólf samkvæmt neðangreindum reglum.

Svæðið er á vegum Hestamannafélagsins Sleipnis í samvinnu við Árborg til  viðrunar hossa.  Viðrunarhólfanefnd fyrir hönd Sleipnis sér um útdeilingu hólfanna til félagsmanna Sleipnis og setur reglur um notkun.

 1. Viðrunarhólfanefnd sér um að girða hólfin.
 2. Hvert hesthús getur sótt um eitt hólf hvort sem að það séu einn eða fleiri eigendur að húsinu.
 3. Umsækjendur þurfa að vera skuldlausir félagar í Sleipni. Dregið er um hvaða umsækjandi fær hvaða hólf þannig að sá sem er dreginn upp fyrstur fær hólf 1. og annar fær hólf 2. og svo framvegis þar til öllum hólfum hefur verið úthlutað. Hólfum sem losna að vori er endurúthlutað og hafa þeir sem á biðlista eru forgang.
 4. Notkunartímabil viðrunarhólfa er frá miðjum maí til enda september en fer þó eftir ástandi svæðisins og getur Viðrunarhólfsnefnd ákveðið hvenær svæðið er opnað og hvort að þurfi að loka því vegna ástands. Einnig á þetta við ef um ofbeit er um að ræða í hólfi. Handhafar viðrunarhólfa þurfa að taka tillit til er mót standa yfir sem og á kynbótasýningum.
 5. Útdeiling á hólfum er fyrir allt tímabilið sbr. lið 3 .
 6. Viðrunarhólfanefnd, í samráði við stjórn félagsins, ákveður gjald fyrir leigu á hólfunum sem greiða þarf fyrir upphaf leigutíma.
 7. Leigutaki er ábyrgur fyrir sínu hólfi og tjóni á girðingum af völdum hrossa á hans vegum og ber kostnað af utan eðlilegs viðhalds girðingar.
 8. Leigutaki ber alla ábyrgð á sínum hrossum hvort sem þau verða fyrir skaða eða þau sleppa út úr  hólfinu og eða valda öðrum skaða.
 9.  Hross mega vera í hólfunum á tímabilinu kl 07:00 til kl 23:00 og er æskilegt að eigandi hrossa sem eru úti í hólfunum séu á svæðinu meðan hrossin eru í hólfinu.
 10. Hólfin eru einungis ætluð tömdum hrossum.
 11. Hólfin eru ekki ætluð stóðhestum.
 12. Gerist leigutaki á hólfi brotlegur við þessar reglur eða er með slæma umgegni á svæðinu missir hann hólfið.
 13. Óheimilt að setja upp eigin girðingar í hesthúsahverfi Sleipnis eða á Brávöllum.