Sleipniskonur og –menn
Lag og texti: Ólafur Þórarinsson
Ríðum um grundu gæðingum á,
með gandinn reistan af brennandi þrá.
Hratt við svífum á sælunnar vit,
senn þá gleymist allt amstur og strit.
„Hæ hó“ í Flóanum fríða.
„Hæ hó“ heyrum við senn.
„Hæ hæ hó hó“ þar sem að ríða
Sleipniskonur og -menn
Einnig við fetum fjallana slóð
fjarri byggðum við huldunnar óð,
þar sem tengist tilveran öll,
í tónverki lífsins, við álfa og tröll.
„Hæ hó“ í Flóanum fríða.
„Hæ hó“ heyrum við senn.
„Hæ hæ hó hó“ þar sem að ríða
Sleipniskonur og -menn
Í rökkrinu heimleiðis haldið er skjótt,
hér mun reimt þegar komin er nótt.
Og engan fýsir að finna sér skjól
í fylgsni myrku,við útlagans ból.
„Hæ hó“ í Flóanum fríða.
„Hæ hó“ heyrum við senn.
„Hæ hæ hó hó“ þar sem að ríða
Sleipniskonur og -menn