Æskulýðsmál
Dagana 30. og 31. janúar (mánud. og þriðjud.) hefjast reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á vegum Æskulýðsnefndar Sleipnis og standa þau yfir í 8 vikur. Kennt verður í hópum og hver hópur kemur í Reiðhöllina með sinn hest einu sinni í viku. Reiðkennarar verða Bjarni Sveinsson og Elsa Magnúsdóttir. Námskeiðin sem eru í boði verða tvenns konar:
Annars vegar er námskeið sem við kjósum að kalla A. Leikir/fjör og fræðsla og snýst eins og nafnið bendir til um að læra grunnatriði í hestamennsku, þekkja gangtegundir, fara í leiki á hestunum og hafa gaman saman. Þetta námskeið kostar kr. 12.000,- Fjöldi í hóp u.þ.b. 6-8 nemendur.
Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr Sleipnis, Háfeta og Ljúfs
Okkur er boðið í fjölskyldureiðtúr til hestamannafélagsins Háfeta í Þorlákshöfn laugardaginn 28. maí nk. Lagt verður af stað í reiðtúr frá hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn kl. 13:00. Allir eru velkomnir bæði ríðandi og akandi. Að reiðtúr loknum verður okkur boðið upp á grillaðar pylsur og safa.
Ef þið hafið hug á að fara vinsamlegast látið vita um fjölda þátttakenda á netfangið hronnbjarna@hotmail.com fyrir fimmtudaginn 26. maí.
Sjáumst hress og kát og höfum gaman saman
Æskulýðsnefnd