Æskulýðsmál
Hestafjör 2015 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi Sunnudaginn 19. apríl nk. og hefst hátíðin kl. 13.30 Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir. Ingó veðurguð, hestasirkus, leynigestur, harmonikkuspil, veitingasala, og fleiri góðir gestir. Frítt inn meðan húsrúm leyfir.
Kynnir: Páll Bragi Hólmarsson
Æskulýðsnefnd Sleipnis
Árleg þrautakeppni æskulýðsnefndar verður haldin sunnudaginn 29. Mars næstkomandi í Sleipnishöllinni og hefst kl. 13:50 með skráningu á staðnum.
Keppt verður í pollaflokki, meira vönum og fullorðinsflokki. Tímataka verður í meira vönum og fullorðinsflokki. Keppendur ríða gegnum þrautabraut sem verður erfiðari eftir því sem keppendur eru eldri og reyndari og ræður besti tíminn úrslitum. Við hvetjum Sleipnisfélaga til að mæta með alla fjölskylduna og taka þátt með okkur í þessari skemmtilegu keppni. Sjoppa æskulýðsnefndar verður opin til styrktar æskulýðsstarfinu og vonumst við eftir stemmingu á áhorfendapöllum eins og fyrri ár.
Æskulýðsnefnd Sleipnis
- Hestafjör 2015
- Öllum reiðnámskeiðum kvöldsins aflýst.
- Keppnisnámskeið - Æskulýðsnefnd
- Skráningum á reiðnámskeið að ljúka
- Reiðnámskeið æskulýðsnefndar Sleipnis hefjast 19.janúar næstkomandi
- Skráningu í Óvissuferðina að ljúka.
- Sameiginlegur reiðtúr Sleipnis, Ljúfs og Háfeta 2014
- Óvissuferð Æskulýðsnefndar 2014
- Fjölskyldudagur Æskulýðsnefndar 27.apríl.
- Að loknu Hestafjöri 2014.