Eftirfarandi námskeið verða í boði með fyrirvara um lágmarksþátttöku:
Knapamerki 1-5(12-25 ára) kennt á mánudögum, kennarar: verklegt-Rósa Birna Þorvaldsdóttir, bóklegt-Oddný Lára Guðnadóttir.
Póló kennt á mánudögum, kennari: Rósa Birna Þorvaldsdóttir.
Mynsturreið kennd á þriðjudögum, kennari: Hugrún Jóhannsdóttir.
Byrjenda og Pollanámskeið kennt á þriðjudögum, kennari: Hugrún Jóhannsdóttir.
Trec (ratleikur, hraðastjórnun og þrautabraut) kennt á miðvikudögum, kennari: Bjarni Sveinsson.
Gangtegundanámskeið kennt á miðvikudögum, kennari Bjarni Sveinsson.
Kennsla fer fram í Sleipnishöllinni síðdegis og stendur fram á kvöld. Hver tími er 45-50 mínútur.
Verð fyrir knapamerkjanámskeið:
1. stig kr. 25.000
2. stig kr. 35.000
3. stig kr. 40.000
4. stig kr. 40.000
5. stig kr. 50.000
Verð fyrir önnur námskeið:
10 vikna námskeið kr. 12.000
15 vikna námskeið kr. 18.000
Kynningarfundur verður haldinn í Hliðskjálf miðvikudaginn 14. Janúar kl. 19. Hvert námskeið er haldið með fyrirvara um lágmarksfjölda skráninga. Skráning mun fara fram á http://skraning.sportfengur.com frá og með 14. Janúar.
Æskulýðsnefnd Sleipnis