Dagana 30. og 31. janúar (mánud. og þriðjud.) hefjast reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á vegum Æskulýðsnefndar Sleipnis og standa þau yfir í 8 vikur. Kennt verður í hópum og hver hópur kemur í Reiðhöllina með sinn hest einu sinni í viku. Reiðkennarar verða Bjarni Sveinsson og Elsa Magnúsdóttir. Námskeiðin sem eru í boði verða tvenns konar:
Annars vegar er námskeið sem við kjósum að kalla A. Leikir/fjör og fræðsla og snýst eins og nafnið bendir til um að læra grunnatriði í hestamennsku, þekkja gangtegundir, fara í leiki á hestunum og hafa gaman saman. Þetta námskeið kostar kr. 12.000,- Fjöldi í hóp u.þ.b. 6-8 nemendur.
Hins vegar bjóðum við upp á: B. einstaklingsmiðað námskeið sem er hugsað fyrir börn/unglinga sem vilja fara í ákveðna vinnu með sig og hestinn sinn. Þá gætu þau t.d. verið að vinna með eitthvað ákveðið "vandamál" hjá sínum hesti og fá leiðbeiningar hjá reiðkennara um hvernig þau eiga að fara að því að vinna með þetta vandamál. Þetta námskeið kostar kr. 18.000,- og verður fjöldi nemenda í hóp ýmist 2 saman í 30 mín. eða 4 í hóp í 60 mín. (reiðkennari ákveður þetta).
Tekið verður við skráningum í gegnum netföngin: jona@rml.is og hronnbjarna@hotmail.com og þá þarf að koma fram hvaða námskeið verið er að skrá á, nafn og kennitala barns, nafn og kennitala forráðamanns, gsm sími og netfang hjá foreldri.
Ætlunin er að allar greiðslur fari í gegnum skráningar og greiðslukerfi NÓRA og erum við að bíða eftir að það kerfi verði virkt. Þeir sem eru búnir að skrá sig fá tölvupóst frá Æskulýðsnefndinni þegar þeir geta gengið frá greiðslunni.
Ef ítarlegri upplýsinga er óskað endilega hafið samband við meðlimi æskulýðsnefndar, sjá netföng hér að ofan.
Bestu kveðjur,
Æskulýðsnefnd Sleipnis