Æskulýðsmál
Sunnudagana 14 nóv, 28 nóv. 5 des og 12 desember kl.12:00-13:30. ætlar Sleipnir að bjóða upp á Pollanámskeið í félagshesthúsi sínu. Pollanámskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára og foreldrum þeirra og gefast þeim þar kostur á að eiga frábæra fjölskyldustund og kynnast hestunum, kemba þeim og fara á hestbak.
Einnig verður boðið upp á piparkökur og kakó, ásamt því að hægt verður að lita hestamyndir og fá létta fræðslu um hestinn okkar og fylgihluti hans. Námskeiðið er 1,5 klst hvert skipti og kostar námskeiðið 15.000 kr.
Skráning fer fram inn á arborg.is- mínar síður og árborg valið sem félag og svo námskeiðið pollahelgar.
Allar nánari upplýsingar um Pollahelgarnar veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. E-mail: aeskulydsnefnd@sleipnir.is eða í síma 898-9592
Á formannafundi LH í gær hlaut Sleipnir hinn eftirsótta æskulýðsbikar landssambandsins fyrir öflugt æskulýðsstarf. Við þökkum okkar frábæru æskulýðsnefnd fyrir glæsilegan árangur. Barna og unglingastarf félagsins er grundvöllur framtíðar og er æskulýðsnefndin afar mikilvæg félaginu.
Þess má einnig geta að félagið endurnýjaði titil sinn sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var sú viðurkenning einnig veitt félaginu á fundinum.
{gallery}Formannafundur_LH_2021{/gallery}
Hér kemur ræða formanns LH, Guðna Halldórssonar, frá afhendingu æskulýðsbikarsins:
"Ágætu fundarmenn
Þessi eftirsótti bikar sem hér stendur er afhentur því félagi sem skara hefur þótt fram úr í æskulýðsstarfi á árinu og hefur verið afhentur frá því 1996. Þetta er ein sú æðsta viðurkenning sem hægt er að hlotnast fyrir æskulýðsstarf félaganna og metnaðarfullt æskulýðsstarf skiptir gríðarlegu fyrir framtíð félaganna. Ef ekki er hlúið að æsku félaganna verða engir eftir til að halda við grasrót félaganna né til að heiðra þá sem rutt hafa brautina þegar fram líða stundir. Nefndin heldur því staðfastlega fram að æskulýðsstarfið sé mikilvægasta starf hvers félags.
Æskulýðsnefnd Landssambandsins velur handahafa bikarsins úr þeim skýrslum sem berast og í ár voru skýrslurnar 12 talsins. Skemmtilegar aflestrar og allflestar vel uppsettar með ljósmyndum úr starfinu. Nefndin hefði gjarnan viljað sjá skýrslur frá fleiri félögum því jafnan hafa félögin verið dugleg að skila inn skýrslum en vill þó þakka öllum þeim félögum sem skiluðu inn skýrslu í ár því eins og allir vita hefur starf félaganna verið litað af heimsfaraldri síðustu tvö ár. Það er ánægjulegt að sjá að félögin eru byrjuð að stíga skref í þá átt að líta á sig semíþróttafélög og bjóða upp á markvissar æfingar, líkt og gert er í öðrum íþróttagreinum. Nefndin telur það skref í rétta átt fyrir íþróttina og að með það að leiðarljósi muni greinin vaxa og dafna í framtíðinni.Það félag sem æskulýðsnefndin valdi sem handhafa æskulýðsbikarsins árið 2021 hefur lagt mikinn metnað í starf sitt og afar ánægjulegt að sjá hvað þau hafa náð að afreka mikið, sérstaklega þegar horft er til þess ástands sem ríkt hefur síðasta starfsár. Félagið er með elstu félögum landsins og hefur verið með mjög virkt starf til margra ár sem sést vel þegar horft er til árangurs ungra félagsmanna á keppnisvellinumen félagið á meðal annars fulltrúa í U21 árs landsliðinu. Félagið telur ríflega 600 félagsmenn og var stofnað 1929. Þau sendu inn vandaða 16blaðsíðna skýrslu sem er fallega uppsett. Vel gert!
Þau hafa verið duglega að skila inn æskulýðsskýrslum í gegnum árin. Á síðasta starfsári buðu þau upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa og byrjuð starfið sitt strax á haustmánuðum og er starfið þeirra orðið heilsvetrarstarf. Auk ýmissa reiðnámskeiða buðu þau upp á reiðtygjaþrif, hestanuddnámskeið, spilakvöld, teymdu undir krökkum á 17. Júní, plokkuðu rusl af reiðvegum næst félagins sínu á plokkdeginum og fóru í hestaferð. Einnig fóru þau af stað með félagshesthús í samstarfi við sveitafélagið sitt og voru í samstarfi við framhaldsskóla um reiðkennslu með nemendum á hestabraut.
Handhafi Æskulýðsbikars Landssambands hestamannafélaga er Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi og vil ég biðja Lindu Björgvinsdóttur að veita bikarnum viðtöku en hún hefur starfað í Æskulýðsnefnd félagsins í fjögur ár og þar af sem formaður í þrjú ár. Til gamans má geta að Linda var valin félagi ársins 2021 hjá Sleipni fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu æskulýðsmála félagsins.
Til hamingju Sleipnir! "
- Kæri Sleipnisfélagi
- Æskulýðsnefnd- nefndarfólk
- Frá Æskulýðsnefnd- Gæðingamótið
- Jólabingó á morgun
- Lokamót Æsku Suðurlands verður haldið sunnudaginn 31.mars kl 11:00, í Sleipnishöllinni á Selfossi.
- Lokamót Æsku Suðurlands verður haldið sunnudaginn 31.mars kl 11:00, í Sleipnishöllinni á Selfossi.
- Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk
- Þrautabraut í reiðhöllinni
- Hestafjör 2018
- Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2017