Boðið verður upp á þrenns konar námskeið í vetur:
• Byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Þar verður lögð áherlsa að að kynnast hestinum sínum, skapa traust milli knapa og hests, umgengni við hestinn og gangtegundir í bland við leiki. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku frá 24. Janúar til lok mars, er kennt á mánudögum í 10 vikur alls og kostar námskeiðið 18.000. Námskeiðið er 40-50 mín, allt eftir aldri nemenda, reynslu og fjölda í hóp.
• Almennt reiðnámskeið þar sem við förum í mismunandi æfingar, samskipti knapa og hests, ábendingar, fimi, ásetuæfingar, gangskipti og margt fleira í bland við leiki. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku frá 24. Janúar til 28. mars, er kennt á mánudögum og kostar 18.000.
Þessi tvö námskeið heita Hestar og fjör og fer skráning fram inn á Arborg.is. Katrín Eva mun kenna þessi námskeið.
Gott væri að senda á okkur aldur og reynslu hvers knapa á aeskulydsnefnd@sleipnir.is Námskeiðið er sniðið eftir get og reynslu hvers hóps fyrir sig.
• Uppbygging og þjálfun reið- og keppnishesta er námskeiðið fyrir lengra komna knapa. Námskeiðið byrjaði 4 janúar og verður til 29 mars, en enn er hægt að skrá á það. Námskeiðið er kennt í Reiðhöll Sleipnis á þriðjudögum og er hver tími 40 mín. Sigríður Pjétursdóttir mun kenna námskeiðið sem verður blandað af verklegri kennslu og svo verða nokkrir bóklegir tímar inn á milli sem verða auglýstir þegar þar að kemur. Námskeiðið heitir Uppbygging og þjálfun reið- og keppnishesta vetur 2022 og kostar námskeiðið 50.000 kr.
Búið er að opna fyrir skráningar á öll námskeiðin inná Árborg.is og hér á síðunni má finna leiðbeiningar um skráningu, ef þið lendið í vandræðum og/eða ef þið eruð ekki búsett í Árborg sendið þá póst með tilkynningu um skráningu inn á aeskulydsnefnd@sleipnir.is
 
Um kennarana: Sigríður Pjetursdóttir er reiðkennari frá Hólum og auk þess er hún alþjóðlegur Feif íþróttadómari og Gæðingadómari.
Katrín Eva er menntaður reiðkennari frá Hólum.
 
Frá Æskulýðsnefnd: Vegna fjöldatakmarka þurfum við að hafa áhorfendabann í stúku meðan á námskeiðunum stendur, undanþága á því banni er ef nemendur eru óvanir og/eða það ungir að þeir þurfa aðstoðarmann með sér.