Laugardaginn 30 mai verð ég með steikarhlaðborð í veislusalnum í
reiðhöllinni í Víðidal. Hefst kl.18.00 og verður opið til 22.00 þannig að
fólk getur komið hvenær sem er á þessum tíma i hlaðborðið. Þetta er í
tengslum við Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum og væntanlega verður
nokkuð mikið af Sleipnisfélögum á svæðinu. Borð munu svigna undan kræsingum
og verðinu stillt í hóf eða 1890 kr. á mann. Sleipnisfélagar sem eru mínir
vinir flestir hverjir eru sérstaklega velkomnir í veisluna. Gott væri ef
fólk léti vita um fjölda til að tryggja nægan mat ef mikið fjölmenni
verður. Síminn minn er 8961250 (Bjössi)