Viðburðir og skemmtanir
Kæru Sleipnisfélagar og aðrir góðir gestir.
Laugadaginn 2. okt. verður árshátið Sleipnis og í framhaldi hið rómaða Hestamannaball Hvítahúsins. Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og hefst borðhald og skemmtun á slaginu klukkan sjö.
Auk veislustjóra og annara hefðbundina atriða mætir hinn eini sanni Sóli Hólm ásamt fríðu föruneyti, kvöldið endar svo einu skemmtilegasta balli ársins með einni skemmtilegustu hljómsveit landsins Stuðlabandinu.
Allt sem þú þarft að vita:
kl. 18:00 húsið opnar með fordrykk
kl. 19:00 borðhald og skemmtun hefst
kl. 22:00 dansleikur hefst
kl. 00:00 dyrnar loka
kl. 00:45 hljómsveit hættir
Miðaverð á árshátíð kr. 8.600.- og hefst miðasala í Balvin og Þorvaldi fimmtudaginn 23. sept.
Miðaverð eingöngu á ball kr. 3.900.- og hefst miðasalan fyrir ball gesti í Gallerí Ózone föstudaginn 24. sept. þar sem eingöngu 300 miðar verða í boði, fyrstur kemur fyrstur fær. Ath. ballið hefst kl. 22 - 00:45
Hlökkum til að sjá ykkur
Þann 19. Október nk. verður uppskeruhátíð og árshátíð hestamannafélagsins Sleipnis en þetta er fimmta árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og sérstöku hestamannaballi. Í ár verður einnig haldið upp á afmæli hestamannafélagsins, en það var stofnað 9. Júni 1929 og fagnar því 90 ára afmæli í ár. Allt frá upphafi hafa viðtökur og stemningin verið með eindæmum góð. Í ár verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjóri verður Gísli Einarsson, en fram koma meðal annars Eyþór Ingi Gunnlaugsson ofl. Kvöldið endar svo á hinu rómaða hestamannaballi með Sverri Bergmann og Albatross. Forsalan á árshátíðina hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 1. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 7.600.- Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahússins
Með kveðju nefndin
Hestamannafélagið Sleipnir hélt árshátíð sína í Hvíta húsinu 20 okt. með hefðbundnum dagsskrárliðum. Í ræðu formanns kom fram að Hestamannafélagið Sleipnir er mjög öflugt um þessar mundir, félagsstarf mjög virkt sem kallar á aukna uppbyggingu á félagssvæðinu með tilkomu hestabrautar og annarrar aukinnar starfsemi á svæðinu. Fjárhagur er í bata og margir að nýta Sleipnishöllina sem byggð var í sjálfboðavinnu sér í lagi unga fólkið. Það er að þakka öflugum félagsmönnum sem hafa unnið félaginu gríðarlega mikið gagn undanfarinn ár og fá þannig vinnuframlag sitt til baka að sjá hvað það er að gera fyrir starfið í dag. Stefnt er að ca. 250 m2viðbyggingu við austanverða Sleipnishöll á næsta ári. Stefnum svo á enn frekari uppbyggingu á svæðinu á næstu árum, með bættri lýsingu og uppbyggingu reiðleiða um hverfið og nágrenni. Við erum enn að vaxa sem félag félagatalið að nálgast 600 félaga sem er ríflega 6 % allra íbúa á félagssvæði Sleipnis.
Síðustu forvöð að ná sér í miða á Árshátíðina
Frábær hátíð framundan,
Gísli Guðjóns, Guðni Ágústsson, Dóri DNA og Stuðlabandið.
Miðasölu lýkur fimmtudaginn 18. okt.
Verð aðeins 7.200 fyrir veislumat, skemmtiatriði og ball.
Ósóttar pantanir verða seldar 19.okt.
Fjölmennum Sleipnisfélagar, bjóðum með okkur gestum og eigum frábæra kvöldstund saman.
Miðasala í Baldvin og Þorvaldi, hægt að panta miða í síma 482 1900