Viðburðir og skemmtanir
Árshátíð Sleipnis verður haldin í Hvíta húsinu þann 20.okt. nk. Forsala miða hefst þann 1.okt. í Baldvin og Þorvaldi. Miðaverð með mat, skemmtun og balli er kl. 7.200. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk, borðhald hefst kl. 20. Miðaverð á ball eftir borðhald og skemmtiatriði er kr. 3.000
Skemmtinefnd
Einn af vorboðum hestamanna í Flóanum er Grilldagur Kríunnar. Á Grilldaginn koma hestamenn ríðandi úr öllum áttum á sveitakrána Kríuna í Kríumýri sem er í útjaðri Selfoss, og fagna hækkandi sól með grilli og góðum veigum. Í ár verður dagurinn 21 apríl og verður byrjað að fýra upp í grillinu klukkan 16.00. Allir eru velkomnir að fagna með Flóamönnum hvaða fararskjóta sem þeir nota til að mæta á svæðið
Uppskeruhátið / Árshátið Sleipnis 2017 verður haldin í Hvítahúsinu laugardaginn 14.okt. nk.
Skemmtiatriði-Steikarhlaðborð-Fordrykkur- Ball
Leynigestur - Veislustjóri- Björn Bragi uppistand - Stuðlabandið og Helgi Björns.
Félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá fyrir einstakt kvöld.
Forsala miða hefst 25.september í Baldvin & Þorvaldi Miðaverð á Árshátíðina, Mat, Skemmtun og Ball kr.6.800- Húsið opnar kl.19:00 á fordrykk og borðhald / skemmtun hefst kl.20:00
Skemmtinefndin
Á laugardaginn fer skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fram. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi en Skeiðfélagið mun sjá um framkvæmd mótsins. Keppt verður í 150m. skeiði og gæðingaskeiði.
Eins og venja er verður frítt inn á mótið svo við hvetjum alla til að fjölmenna á Selfoss næsta laugardag kl. 13:00 til að sjá hröðustu hesta landsins í fyrstu kappreiðum ársins.
Fundur með landsliðsnefnd LH í Samskipahöllinni í Spretti í kvöld kl. 17:30
Kynntur verður lykill að vali landsliðsins – leiðin að gullinu á HM2017 í Hollandi! Einning mun hinn ástsæli þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson flytja gríðarlega áhugaverðan fyrirlestur. Þar fer maður með margbrotna reynslu sem við hestamenn getum klárlega nýtt okkur við undirbúning okkar landsliðs sem fara mun á HM. Undirbúningurinn byrjar í kvöld! Fylgist með starfi og undirbúningi landsliðsnefndar LH og leiðinni að gullunum á HM í sumar!