Nú fer að líða að hinum árlega kvennareiðtúr Sleipnis. Lagt verður af stað Laugardaginn 14 Maí n.k. Kl:14:00 frá Palla dýralækni, hesthúsinu hans,
stundvíslega Kl:14:00. Riðið verður um Ölfusið og stoppum á Ingólfshvoli, þar verða seldar  léttar veitingar.
Við heimkomu verður grillað í Hliðskjálf. Seldir verða miðar í matinn í Hliðskjálf fimmtudaginn 12 maí frá Kl:17:00 til 18:30.
Maturinn kostar 3.500kr per mann.grillað verður lamb og kjúlli.
Vonandi sjáumst við sem flestar.

Nánari uppl. Svava 8621988 og Solla 8991861.

Hinn árlegi grilldagur verður á Kríunni laugardaginn 7 maí. Kveikt verður upp í grillinu kl 16 þar sem grillaðar verða gómsætar steikur með öllu tilheyrandi á vægu verði. Stór grillskammtur       kr. 1500 og minni á 1000

Um kvöldið verður svo slegið upp balli með hinum eina sanna Labba sem heldur uppi stanslausri gleði fram eftir nóttu, aðgangur á ballið kr. 1500

Allir hjartanlega velkomnir hvort sem er ríðandi...gangandi...hjólandi...akandi eða hlaupandi!!

Sjáumst í sumarskapi

Í tilefni af Hestadögum í Reykjavík sem verða 28. Mars – 2.apríl ætla Íshestar, hestaleiga og ferðaskrifstofa að vera með kynningu á starfsemi sinni og Hestadögum í Reykjavík , laugardaginn 19. mars  á Ingólfstorgi milli 14:00  og 15:00.   Einnig bjóða Íshestar uppá teymingar undir börnum.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Íshestar

Folaldasýning verður haldin laugardaginn 5.feb.2011 í Reiðhöll Sleipnismanna kl. 14:00.
Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir hvert folald. Skráningar  hjá Þorsteini Loga s: 867-4104, thorsteinn82@simnet.is
eða Óðinn Örn í síma 866-1230, foli72@gmail.com.

Read more: Folaldasýning Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps

Verður haldin í Þingborg þann 12. nóvember. Húsið opnar kl. 19:30 og samkoman sett af Guðna Ágústssyni kl. 20:00. Veislustjóri verður Hermann Árnason og fram koma hinn einstaki brekkusöngvari Árni Johnsen, hin magnaða hljómsveit Dirrindí og gullbarkinn Gísli Stefánsson.

Hið frábæra Bjórband leikur fyrir dansi.
Forsala miða verður í Toyota Selfossi frá og með 9. nóvember til kl. 16:00 12. nóvember.
Miðaverð kr. 4.000.- en kr. 3.500.- í forsölu. Frekari upplýsingar eru í síma 694-8112 eða 840-0231.

Nefndin

02 Jun, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2020

Skrá í sumarferð Sleipnis

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Júní
2Jún Þri 8:00 - 18:00 Reiðhöllin lokuð vegna framkvæmda 
4Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
11Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 

Hliðskjálf dagatal


Júní
6Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekið v Gæðngamót 
11Jún Fim 18:30 - 19:30 Frátekið v. Húsnefnd 
18Jún Fim 7:00 - 23:00 Frátekið v Húsnefnd 

Vellir dagatal


Júní
5Jún Fös 18:00 - 19:00 Hringvellir- Skeiðbraut eru lokuð vegna Gæðingamóts 
11Jún Fim 8:00 - 18:00 Fráteknir v. LH 
18Jún Fim 17:00 - 23:00 Allir reiðvellir Brávalla lokaðir vegna Íslandsmóts barna og ungmenna 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1780
Articles View Hits
3830706