Hestamannafélagið Sleipnir hélt árshátíð laugardaginn 24.okt. í Hvíta Húsinu en alls voru 204 manns í mat og skemmtiatriðum. Mikill vöxtur hefur verið í félagsstarfinu sem endurspeglast í miklu starfi, sameiginlegum hestaferðum félagsins, námsskeiðahaldi í nýbyggðri reiðhöll og íþrótta- og gæðingamótum á Brávöllum. Á hátíðinni var tækifærið notað og verðlaun veitt fyrir helstu afrek félagsmanna og hesta þeirra á liðnu ári. Sú nýbreytni var tekin upp á þessari árshátíð að verðlauna félaga ársins. Guðlaug Bára Sigurjónsdóttir varð fyrst til að vera valin félagi ársins og óskum við henni til lukku með tilnefninguna.
Verðlaun hlutu eftirtaldir (sbr meðfylgjandi mynd)
Skeið 100 m Daníel Gunnarsson á Skæruliða frá Djúpadal 7,82 sek.
Skeið 150 m Bergur Jónsson á Sædísi frá Ketilsstöðum 15.24 sek.
Skeið 250 m Daníel Larsen á Flipa frá Haukholtum 24.45 sek.
Ungmennabikar Sleipnis hlaut Hildur G Benedikstsdóttir með Hvöt frá Blönduósi.
Skjaldarhafi Sleipnis í A-Flokki annað árið í röð varð Krókus frá Dalbæ, eigandi hestsins Ari B. Thorarensen fékk skjöldinn afhentan.
Ræktunarbikar Sleipnis fékk Svanhvít Kristjánsdóttir fyrir Glóðafeyki frá Halakoti, Glóðafeykir keppti á Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins í Herning. Glóðafeykir hlaut fyrir byggingu 8.31 og hæfileika 9,04. Aðaleinkunn Glóðafeykis er því 8.75 sem er gríðarhá einkunn og setur hann í hóp með hæst dæmdu stóðhestum á heimsvísu.
Útnefninguna Íþróttaknapi Sleipnis hlaut Elin Holst. Hún vann B-Flokk Sleipnis, varð Reykjavíkurmeistari í fjórgangi og vann Tölt T2 á opnu WR móti Sleipnis. Elin varð í 2. sæti á Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmeistaramóti í fjórgangi og í 2. sæti í Tölti T2 á Reykjavíkurmeistaramóti.
Útnefninguna Knapi ársins hlaut Eyrún Ýr Pálsdóttir, Íslands- og Reykjavíkurmeistari í fimmgangi. Eyrún fékk auk þess fjöðrina á Reykjavíkurmeistaramótinu, hlaut 2. Sæti á íþróttamóti Spretts í fimmgangi, 2. sæti í fjórgangi á Suðurlandsmóti WR og var í úrslitum A-Flokks gæðinga hjá Sleipni. Auk þess keppti Eyrún í Meistaradeildinni með ágætum árangri og sýndi þrjú kynbótahross í fyrstu verðlaun.
f.h stjórnar Magnús Ólason