Þann 2. október var haldin árshátíð félagsins með pompi og prakt í Hvíta húsinu á Selfossi. Fjöldi knapa var verðlaunaður fyrir afrek ársins eins og sjá má í meðfylgjandi myndaalbúmi. 
Sigursteinn Sumarliðason átti gott ár og er hann fyrstur til að vinna bæði Sleipnisbikarinn fyrir sigur í A flokki og Klárhestabikarinn fyrir sigur í B flokki.
Védís Huld hlaut æskulýðsbikar Sleipnis, hún er íslandsmeistari í fimmgangi unglinga og gæðingaskeiði auk þess að vera samanlagður sigurvegari í unglingaflokki.
Glódís Rún Sigurðardóttir er íþróttaknapi Sleipnis og knapi ársins hjá Sleipni. Glódís er íslandsmeistari í fjórgangi, slaktaumatölti og samanlögðum fjórgangsgreinum auk titils í 150m skeiði. 
Haukur Baldvinsson varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum 2021. 

Við erum afar stolt af okkar afreksfólki og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur ársins.

{gallery}Vidurkenningar_2021{/gallery}{gallery}Arshatid_Uppskeruhatid_2021{/gallery}