Fréttir frá Stjórn
Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf. verður haldinn sunnudaginn 24 jan kl.20.00 í Hliðskjálf. Dagsskrá venjuleg aðalfundarstörf, tillögur og önnur mál. Kveðja Stjórnin
Nú gengur í hönd dimmasti tími ársins og mikið líf er í hesthúsahverfinu. Því hvetjum við alla til að nota endurskinsvesti eða annan endurskinsbúnað við útreiðar. Einnig eru rafgirðingar og strengir sem settir voru upp í vor / sumar farnir að blakta yfir reiðvegi / götur. Eru hlutaðeigandi hvattir til að taka upp og gagna frá þeim strengjum / borðum sem þeim tilheyra áður en slys hljótast af.
Stjórnin.
Kæru félagsmenn, enn hafa 69 félagsmenn ekki gert skil á félagsgjöldum fyrir árið 2015. Ert þú einn af þeim? Hægt er að greiða greiðsluseðla sem hafa verið stofnaðir í heimabanka félagsmanna. Þeir sem ekki hafa staðið skil á félagsgjaldi sínu að viku liðinni (07.10.2015) verða teknir af félagsskrá.
A.T.H að eindagi félagsgjalda var 15. apríl.
Stjórn Sleipnis
Nú þarf að gera átak í að skera og hreinsa í burtu njóla og hvönn á vallarsvæði Sleipnis áður en næsti sláttur verður hjá verktaka bæjarins. Svo njólinn sái sér ekki enn frekar en orðið er.
Við munum mæta nokkur og tína en ef fleiri eru tilbúnir að aðstoða þá er það vel þegið stefnt að því að hittast kl. 6 við hringvöllinn.
Með kveðju Stjórn Sleipnis
Árlegum tiltektar / hreinsunardegi í hesthúsahverfi Sleipnis sem vera átti á 2. maí, hefur nú verið ákveðinn: Laugardaginn 9. maí nk. Við áætlum að tiltekt hefjist kl. 10 .
Read more: Hinn árlegi tiltektar- hreinsunardagur Sleipnis 2015