Fréttir frá Stjórn
Við höfum hug á að fá gamlar myndir af skjaldarhöfum Sleipnis frá árum áður ásamt ítarlegri upplýsingum um hvaðan hestarnir voru kenndir þar sem á vantar á listanum.
Við teljum okkur vita hverjir hestarnir eru samanber lista á vefsíðu og erum búinn að bæta inn upplýsingum frá því sem áður var getið á heimasíðu Sleipnis en það mætti enn bæta inn upplýsingum.
Ef eigendur eða aðrir velunnarar gætu sent myndir af þeim í verðlaunaafhendingu með skjöldinn (eða ekki) þá myndi okkar kæri vefsíðustjóri setja þær sem hlekk við nöfn hestana undir saga Sleipnis /merkisgripir / Sleipnisskjöldur. Þar er listi yfir skjaldarhafa frá upphafi. Komnar eru inn myndir fyrir fjóra Sleipnisskjaldhafa á listanum og einnig hefur listi Klárhestaskjalhafa verið uppfærður. Þetta er töluverð handavinna og verður uppfært eftir því tími er til sem og myndir finnast / berast.
Hér að neðan eru tenglar á þær síður sem breytingum hafa tekið:
Sleipnisskjaldhafar
Klárhestaskjöldur
Myndir og efni sendist á netfangið: stjorn@sleipnir.is
Einnig er hafin vinna við að skanna inn úr gömlum fundagerðabókum og setja inn á heimasíðuna eldri fundagerðir og má finna þær undir slóðinni: Saga Sleipnis/Skjöl/Fundagerðir stjórnar/Gamlar_fundagerdir.
Þetta er merkileg saga sem við eigum og ættum að gera okkar besta í að varðveita.
Kv. Stjórnin
Haldinn var almennur rýnifundur bygginganefndar Sleipnis með félagsmönnum í Hliðskjálf þann 28.mars sl. samkvæmt ályktun á aðalfundi Sleipnis í janúar sl. Efni fundarins var væntanleg viðbygging við Sleipnishöllina. Fámennt var á fundinum þrátt fyrir að auglýstur hafi verið á heimasíðu félagsins sem og FB síðu. Bygginganefnd ákvað , eftir að mismunandi valkostum hafði verði velt upp, að byggja aðstöðu fyrir hesta ofl. við austurgafl reiðhallarinnar. Höllin verður lengd um 10 metra til austurs og fylgja útlínum núverandi byggingar. Stefnt er að skila aðaluppdráttum til Byggingafulltrúa í 15 viku ársins og í beinu framhaldi vinnuteikningum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um miðjan júní nk. Verktakar verða fengnir í sökkuluppslátt en grind verður pöntuð frá Límtré-Vírnet. Framkvæmdin mun byggja á að fá sjálfboðaliða meðal félagsmanna til aðstoðar seinnipart sumars til að koma húsinu upp fyrir næsta haust.
Stíurnar sem hafa verið inni í höllinni hafa verið settar upp austan við höllina og verða ekki settar aftur inn. Vinna var lögð í að laga gólf reiðhallarinnar fyrir sýningar hjá Æsku Suðurlands sl. sunnudag og fleiri sýningar munu nú fylgja í kjölfarið. Nú verður því hægt að nýta allt gólf reiðhallarinnar betur.
Það á vel við að leggja í þessa metnaðarfullu framkvæmd nú á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Sleipnis.
Fh. Hönd Sleipnis / með félagskveðju,
Magnús Ólason, formaður.
Vegna kynbótasýninga á Brávöllum dagana 30.júlí til og með 02. ágúst eru kynbótabraut og hringvellir á Brávöllum lokuð fyrir almenna notkun. Einnig er beit hesta í svokölluðum beitarhólfum á svæðinu bönnuð á sama tímabili. Reiðhöll Sleipnis er jafnframt lokuð fyrir almenna notkun frá kl. 20:00 í kvöld 29.júlí til loka fimmtudagsins 02.ágúst nk.
Yfirlit fer fram 02. ágúst .Reglur um kynbótasýningar hrossa má nálgast hér:https://www.rml.is/static/files/Hrossaraekt_RML/2018/reglur_um_kynbotasyningar2018.pdf
Sýningarstjóri er Gísli Guðjónsson (Gisli-@hotmail.com ).
Að lokum er bent á að hjálmaskylda er á félagssvæði Sleipnis.
Kynbótanefnd / Stjórn
Dagskrá 30.júlí til og með 1. ágúst ásamt knapalista má nálgast undir þessum tengli: Miðsumarssýning 2018
Að gefnu tilefni viljum við benda á: Til að beiðni um félagsskráningu verði virkjuð þarf að gagna frá greiðslu félagsgjalds og senda kvittun á gjaldkeri@sleipnir.is
Þetta er nánar tiltekið neðanmáls á umsóknarforminu. http://sleipnir.is/index.php/home/gerast-felagi-i-sleipni
Einnig er bent á vegna nýskráninga í félagið. Það getur tekið allt að 48 tímum að skráning sé fullgild og komin / uppfærð í gagnagrunn ÍSÍ ( vegna þátttöku / keppnisréttar og skráningu árangurs móta ).
Enn er nokkuð um að félagsgjöld séu í vanskilum. Þeir félagar sem ekki hafa greitt félagsgjöld sín fyrir 1.október 2016 verða teknir út af félagsskrá Sleipnis. Einnig afvirkjast þá rafrænir lyklar að reiðhöll sem og aðgangur að World Feng sem fenginn er með félagsaðild.
Stjórnin.