Fréttir frá Stjórn
Hesthúseigendur Selfossi athugið.
Næstkomandi fimmtudag 5 maí kl.11 mun verða hreinsunardagur í Hesthúsahverfinu á Selfossi.
Að venju mun Sveitarfélagið senda okkur gáma til að safna í. Stefnt er að því að rífa upp hálfhrunið tamningagerði auk annars sem leggst til og þarf að fleygja.
Gott væri ef fólk sameinaðist um að gera enn snyrtilegra í kringum sig þó mikið hafi áunnist síðastliðin ár.
Kveðja stjórn og hverfisnefndin
Kæru félagar, nú er búið að uppfæra félagatalið fyrir 2016 með örlitlum breytingum þar sem nokkrir hafa farið út af félagaskrá en aðrir bætst við. Vinsamlega athugið hvort þið séuð rétt skráð í félagatalinu á heimasíðu Sleipnis og ef einhver athugasemd er þá endilega hafið samband við gjaldkera Sleipnis á netfanginu gjaldkeri@sleipnir.is og það sem er ekki rétt verður lagfært.
Því fyrr sem það er gert því betra.
Félagskveðja Stjórn Sleipnis.”
Framhaldsaðalfundur Sleipnis verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 20 í Hliðskjálf.
Fundarefni: Reikningar félagsins og önnur mál.
Stjórnin
Minnum á :
- Fund Æskulýðsnefndar, 21.jan kl. 20 í Hliðskjálf. Kynnt verður barna og unglingastarf vetrarins, skráningar á námskeið.
- Aðalfund Sleipnis sunnudaginn 24.jan. kl. 20 í Hliðskjálf.
Nú í aðdraganda stjórnarfundar félagsins sem haldinn verður þann 24.janúar nk. vill stjórn félagsins koma á framfæri til félagsmanna: Okkur vantar til starfa í ýmsum nefndum félagsins fólk til sjáboðastarfa.
Þeir sem áhuga hafa hafi samband við Magnús stjorn@sleipnir.is
Stjórnin.