Fréttir frá Stjórn
Stjórn Sleipnis heldur árlegan formannafund nk. föstudag 9 janúar kl. 20 með formönnum starfsnefnda í Hliðskjálf.
Að formannafundi loknum eða upp úr kl.21 eru nefndarmenn hvattir til að mæta og ræða vetrarstarfið í góðum hópi félagsmanna.
Veitingar í boði félagsins.
Stjórn Sleipnis
Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni þriðju jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn 27.desember nk. á milli kl. 14- 16. Jólasveinarnir koma jafnvel ríðandi frá Ingólfsfjalli. Árni Sigfús Birgisson og Herdís Rútsdóttir taka nokkur jólalög meðan gengið -verður í kring um jólatré. Kakó, kaffi og meðlæti til sölu á staðnum. Allir hjartanlega velkomnir, það er alltaf hlýtt og gott veður í Sleipnishöllinni.
Enginn aðgangseyrir.
Hestamannafélagið Sleipnir
Kæru Sleipnisfélagar
Okkar bestu óskir um fögnuð og frið á jólahátíðinni og farsæld á komandi ári.
Jólakveðjur
Stjórnin
Á þingslitafagnaði og 85 ára afmælisárshátíð Sleipnir voru þeir knapar sem skarað höfðu fram úr á árinu verðlaunaðir með bikurum og öðrum viðurkenningum.
Skeið 100 m Dagmar Öder Einarsdóttir á Oddu frá Halakoti með tímann á 8,04 sek.
Skeið 150 m Daníel Larsen á Dúu frá Forsæti með tímann 14.66 sek.
Skeið 250 m Bergur Jónsson á Minningu frá Ketilstöðum með tímann 23.11 sek.
Heiðursfélagar eru, talið frá vinstri; Svala H. Steingrímsdóttir heiðruð 2009 ,Gunnar B Gunnarsson heiðraður 2009, Guðríður Valgeirsdóttir heiðruð 2009, Skúli Ævarr Steinsson heiðraður 1999, Einar Hermundsson heiðraður 2014, Snorri Ólafsson heiðraður 2014, Gunnar M Friðþjófsson heiðraður 2014, Einar Öder Magnússon heiðraður 2014.
Kjartan Ólafsson stjórnarmaður og fyrrverandi formaður afhenti barmmerkin. Magnús Ólason formaður Sleipnis