Fréttir frá Stjórn
Hestamannafélagið Sleipnir boðar til fundar með frambjóðendum til sveitastjórnakosninga í Árborg, mánudaginn 12.maí kl. 20 í félagsheimilinu Hliðskjálf. Fjallað verður um málefni hestamanna, reiðvegamál og önnur þau mál er á hestamönnum brenna.
• Formaður setur fundinn, skipar fundarstjóra og ritara
• Framboðin kynna sig og sín málefni
• Fyrirspyrjendur beina spurningum til framboðsaðila.
• Svör og umræður
Fjölmennum og tökum þátt í umræðunum um málefni sem okkur varðar
Hússtjórn verður með kaffiveitingar.
Stjórnin
Næstkomandi laugardag , 10.maí, munum við standa fyrir tiltekt (rusladegi ) á athafnasvæði hestamanna á Selfossi.
Hittumst kl. 11 við félagsgerðið austan félagsheimilisins, margar hendur vinna létt verk.
Ruslapokar og gámar hafa verið útvegaðir frá sveitarfélaginu.
Hesthúseigendur og aðrir eru hvattir til að taka til í hesthúsum sínum og nærumhverfi, nýta nú tækifærið og losna við rusl á hagkvæman hátt.
Leggjumst nú öll á eitt með að láta starfssvæði hestamanna á Selfossi vera okkur öllum til sóma.
Ef vel gengur verður öllum þátttakendum umbunað að loknu dagsverki .
Kveðja, formaður
Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Reiðnámskeið Reiðskóla Sleipnis sumarið 2014 verða haldin að Vallartröð 4 á Selfossi.
Umsjónarmenn eru Brynjar Jón Stefánsson og Rannveig Árnadóttir eins og undanfarinn 9 ár.
Skráning er hafin og fer fram í síma 696-1752 (Ranna) eða hofgerdi@ipostur.is
Ágætu Sleipnisfélagar við í stjórn Sleipnis viljum skora á félagsmenn að greiða félagsgjöld sín hið fyrsta. Nú er komið að því að skila inn félagatali til HSK og LH sem telur við fjölda keppenda á Landsmóti og eins gagnvart lottótekjum. Sleipnir þarf einnig að standa skila á skatti af hverjum félagsmanni til LH og miðast hann við félagatalið 15 apríl.
Stjórn Sleipnis lítur svo á að ef árgjald verði ekki greitt fyrir þann tíma þá sé henni ekki annar kostur en að fella þá aðila út af félagaskrá Sleipnis.
Stjórnin.