Fréttir frá Stjórn
Sleipnis ungmennið Arnar Bjarki Sigurðarson og Röskur frá Sunnuhvoli hafa verið valdir sem þátttakendur á Heimsmeistaramótið í Austrurríki núna í ágúst. Lokavalið var á Íslandsmótinu sem haldið var á Brávöllum um síðustu helgi. Á mótinu kepptu nokkur ungmenni sem gestir og þar á meðal var Arnar Bjarki.
Arnar Bjarki hefur verið ötull á keppnisvellinum frá því hann var ungur drengur. Ávallt hefur einkennt hann prúðmennska í allri hans framkomu bæði innan og utan keppnisvallar.
Við getum verið stolt af Arnari Bjarka sem er góð fyrirmynd annarra ungmenna.
Til hamingju Arnar Bjarki og til hamingju Sleipnismenn.
Ungmennafélag Íslands auglýsir eftir þátttakendum á aldrinum 14 – 24 ára til að taka þátt í norrænni ungmennaviku á vegum NSU, sem verður í Svíþjóð, Álandseyjum og Finnlandi.
Í gær lauk kynbótasýningu að Brávöllum Selfossi en síðast var haldin sýning í Árnessýslu 1981. Sýnd voru um 50 hross og var framkvæmd sýningarinnar með miklum ágætum. Mikið starf fór fram í aðdraganda sýningarinnar og meðan á henni stóð. Kynbótasýningarnefnd vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við og vegna sýningarinnar sem og þeim sem styrktu verkefnið.
Sjá má video hestafretta.is frá verðlaunaafhendingunni hér
Kynbótanefnd
IS2005187018 Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu stendur efstur eftir yfirlit hann hlaut 8,22 fyrir hæfileika 8,50 fyrir byggingu og í aðaleinkunn 8,33sýnandi var Bylgja Gauksdóttir
Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra
Read more: Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu kominn inná LM 2011
Reiðkennarinn og hrossaræktandinn Þórdís Erla Gunnarsdóttir getur unað vel við árangur á kynbótasýningunni á Brávöllum í Selfossi. Í gær sýndi Þórdís Erla 4 vetra stóðhest úr eigin ræktun, Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu, og hlaut hann fyrstu einkunn. Með árangrinum hefur móðir Hrafnars, Gígja frá Auðsholtshjáleigu náð tilskildum stigum og afkvæmafjölda til heiðursverðlauna.