Ungmennafélag Íslands auglýsir eftir þátttakendum á aldrinum 14 – 24 ára til að taka þátt í norrænni ungmennaviku á vegum NSU, sem verður í Svíþjóð, Álandseyjum og Finnlandi.
„Að upplifa list og leiki í nýjum löndum“
verður þema ungmennavikunnar. Ævintýrið hefst í Stokkhólmi þann 31.júlí nk.
Síðan verður farið til Álandseyja og þaðan til Finnlands, þar sem þessu lýkur.
Verð er kr. 60.000.- og er flug og uppihald innifalið í því. UMFÍ styrkir einstaklinga innan sinna vébanda og kemur það til lækkunar á framangreindu verði. Eins gefum við upplýsingar um möguleika á frekari styrkjum.
Íslenskur fararstjóri frá UMFÍ fer með hópnum.
Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. á netfanginu omar@umfi.is