Fréttir frá Stjórn
LH í samvinnu við GDLH og HÍDÍ stendur fyrir dómararáðstefnu fimmtudaginn 16. janúar n.k. kl. 17.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Nánar um ráðstefnuna hér:
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/domararadstefna
Stjórn og skrifstofa LH
Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir Jólahátíð í annað sinn laugardaginn 14.des. nk. í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi. Margt verður til gamans gert, s.s. Jólatré, jólasveinar, teymt undir börnum, tónlistaratriði, harmonikkuspil, gítarleikari, sýningaratriði á hestum ( jólasveinar ), veitingar og margt fleira.
Hátíðin hefst kl. 16:00 og stendur til kl. 18:00, enginn aðgangseyrir og alltaf gott veður í Sleipnishöllinni. Allir velkomnir, nánar auglýst er nær dregur.
Stjórnin.
Þeir aðilar sem eiga rafmagnsstaura og annað girðingaefni á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi eru beðnir að fjarlægja það fyrir 1.des. næstkomandi að öðrum kosti verður það fjarlægt og gert upptækt.
Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil slysahætta er af þessu dóti og af þeim ástæðum biðjum við hlutaðeigandi um að hver og einn taki sitt niður. Að öðrum kosti verður það fjarlægt.
Stjórnin.
Aðalfundur Sleipnis verður haldinn í Hliðskjálf fimmtudaginn 23.janúar 2014.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf og lagabreytingar. Nánar auglýst er nær dregur.
Stjórnin