Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót – Fákur osfrv.). Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.
Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.
Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).
Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:
Tölt: 6,5
Fjórgangur: 6,2
Fimmgangur: 6,0
Slaktaumatölt: 6,2
Gæðingaskeið: 6,5
250 m skeið: 26,0 sek.
150 m skeið: 17,0 sek
100 m skeið: 9,0 sek.
Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kveðja frá mótanefnd