Fréttir frá Stjórn
LANDSMÓT HESTAMANNA HÓLAR Í HJALTADAL 27. JÚNÍ - 3. JÚLÍ 2016 ÆFINGATÍMAR
Read more: LANDSMÓT HESTAMANNA HÓLAR Í HJALTADAL 27. JÚNÍ - 3. JÚLÍ 2016 ÆFINGATÍMAR
Mánudagskvöldið 20. Júní verður boðið upp á kennslu / leiðbeiningar fyrir landsmótsfara Sleipnis í eftirfarandi flokkum:
Staður: Brávellir:
• Börn / barnaflokkur: kl. 19:00
• Unglingaflokkur kl. 19:30
• Ungmennaflokkur kl. 20:00
Þeir sem ekki skráðu sig á fundinum í Hliðskjálf í gærkveldi geta hringt og skráð sig hjá Hugrúnu í síma 897-7755. Einnig er hægt að koma í einn aukatíma til Hugrúnar og þá í Austurkot. Skráning er í sama síma og að ofan og eða þegar komið er í mánudagstímann á Brávöllum.
Stofnaður hefur verið samskiptahópur á Facebook til að auðvelda samskipti og tilkynningar : Landsmótsfarar Sleipnis 2016.
Landsmótsfarar Sleipnis eru hvattir til að skrá sig þar.
Landsmótsfarar 2016
Stjórnin.
Fundur með Landsmótskeppendum Sleipnis og aðstandendum verður í Hliðskjálf mánudaginn 13. júní kl. 20 þar sem farið verður yfir málin.
Keppendur Sleipnis í öllum flokkum, foreldrar þeirra og forráðamenn, eigendur keppnishrossa og umsjónarmenn eru velkomnir á fundinn.
Stjórnin.
Nú er sumarið komið og allt stefnir í gott veður og mikla dagskrá hjá okkur hestafólkinu.
Mörg mót eru framundan og ætlum við því að prófa að leita á náðir ykkar félagsmanna í Sleipni.
Okkur vantar Sleipnisjakka í öllum stærðum - ekki síst fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Ef þið eigið Sleipnisjakka og eru til í að lána félaginu hann í sumar þá þiggjum við það með þökkum.
Hvað er glæsilegra en að sjá stoltan félagsmann keppa á Landsmóti í fallegum Sleipnisjakka.
Endilega hafið samband við stjórn Sleipnis á netfangið stjorn@sleipnir.is