Mánudagskvöldið 20. Júní verður boðið upp á kennslu / leiðbeiningar fyrir landsmótsfara Sleipnis í eftirfarandi flokkum:
Staður: Brávellir:
• Börn / barnaflokkur: kl. 19:00
• Unglingaflokkur kl. 19:30
• Ungmennaflokkur kl. 20:00
Þeir sem ekki skráðu sig á fundinum í Hliðskjálf í gærkveldi geta hringt og skráð sig hjá Hugrúnu í síma 897-7755. Einnig er hægt að koma í einn aukatíma til Hugrúnar og þá í Austurkot. Skráning er í sama síma og að ofan og eða þegar komið er í mánudagstímann á Brávöllum.
Stofnaður hefur verið samskiptahópur á Facebook til að auðvelda samskipti og tilkynningar : Landsmótsfarar Sleipnis 2016.
Landsmótsfarar Sleipnis eru hvattir til að skrá sig þar.
Landsmótsfarar 2016
Stjórnin.