Fréttir frá Stjórn
Unnið var í gólfinu á reiðhöllinni á gamlárs og nýársdag. Reynir á Hurðarbaki og Unnsteinn komu með traktor og rifherfi og var gólfið rifið upp og jafnað. Árni Sigfús kom með skotbómulyftara og færði inn á gólf 7 bretti sem gefin voru af Furuflís, tæplega 3.7 tonn. Jafnað var úr og dregið yfir með herfinu og að lokum kom Hanne Smidesang með sína græju og fíneseraði verkið. Öllum sem lögðu hönd á plóginn eru færðar innilega þakkir fyrir framlag sitt.
Stjórn Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf
{gallery}Sleipnishollin_des2021{/gallery}
Lokið var við að klæða það sem eftir var af félagsheimilinu, norðurgafl og austurhlið auk frágangs við aðalinganng og viðgerð á skemmd á Vesturhlið hússins. Vinna fór fram frá 7.des var lokið 20.des.
Áætlað er að skipta um járn á þaki nú í sumar.
Stjórnin
{gallery}Hlidskjalf_des21{/gallery}
Stjórn Sleipnis óskar félagsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Árið sem er að líða hefur litast af farsóttinni frægu eins og 2020 en margt hefur þó áunnist hjá félaginu.
Nýr samningur við Árborg var undirritaður í ársbyrjun þar sem styrkir við félagið eru settir í einn samning sem gildir til 2022. Viðbót í nýjum samningi félagsins í janúar var föst fjárhæð til viðhalds og reksturs valla og mótssvæðis. Vallanefnd var efld í kjölfarið með það að markmiði bæta vallasvæði og freista þess m.a. að endurheimta vinsældir kynbótasýninga á svæðinu félaginu til hagsbóta.
Félagið endurnýjaði titil sinn sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Ólympíusambandsins með því að vinna nýja handbók samkvæmt uppfærðum kröfum ÍSÍ en sá titill færir félaginu tekjur árlega frá og með 2021.
Æskulýðsnefnd hlaut unglingabikar HSK í fyrra og í ár hlaut nefndin æskulýðsbikar LH, á formannafundi sambandsins í haust, fyrir sitt frábæra og öfluga starf.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Til sambandsaðila ÍSÍ
Reykjavik, 21. desember 2021
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 23. desember og eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:
- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 20 manns og telja börn með í þeim fjölda.
- Nándarregla verður aftur 2 metrar nema á meðal gesta á sitjandi viðburðum, þar verður nándarregla 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin nándarreglunni.
- Grímuskylda gildir þar sem ekki er hægt að viðhafa 2 metra regluna en börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
- Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar fyrir allt að 50 manns.
- Sótthreinsa skal snertifleti og sameiginleg áhöld milli hópa og lofta skal vel út.
- Allt að 200 manns geta verið í áhorfendastúkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. fela í sér notkun hraðprófa.
- Allt að 50 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki nýtt en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá reglugerð).
- Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði geta tekið á móti allt að 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn telja ekki með í þeim fjölda.
Til upplýsingar:
Frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Reglugerð heilbrigðisráðherra birt þann 21.desember.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 20. desember.