Fréttir frá Stjórn
Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis 2020 sem auglýstur var í Dagskránni 17.mars, verður haldinn miðvikudaginn 24.mars 2021 að Hótel Selfossi og hefst stundvíslega kl. 20.00 ( húsinu lokað ).
Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru,Covid19 og fordæmalausra aðstæðna verður fjöldi fundarmanna takmarkaður við lögmæti fundar eða 70.manns. Félagsmenn sem hug haf á að sækja aðalfund þurfa að forskrá sig á vefsvæði félagsins og munu fyrstu 70 skráningarnar gilda til fundasetu. Ef forföll verða hjá þeim sem ná fundasetu, verður haft samband við þá sem neðar eru en 70 á skráningarlista. Opnað verður fyrir skráningu á vefsvæði félagsins 18.mars , skráningu lýkur 24.mars kl.12
Þeir sem skráningu ná fá tilkynningu í sms eða tölvupósti um fundasetu.
Aðalfundur telst löglegur s.k.v 6.grein laga Sleipnis ef 1/10 hluti félagsmanna er á fundi og vegna fjöldatakmarkana verður nú svo að vera. Skráning fer fram á vefsíðu félagsins með rafrænum hætti og mun kerfið halda utan um röð skráninga, dags.og tímastimplun.
Boðið verður upp á kaffiveitingar með tilliti til sóttvarnarreglna meðan á fundi stendur.
Undirritun á kaupsamningi milli Hestamannafélagsins Sleipnis og Límtré Vírnets vegna framleiðslu og efniskaupa viðbyggingar Sleipnishallarinnar ehf. fór fram þann 07.janúar sl. Að henni komu fyrir hönd Sleipnis, Magnús Ólason formaður, Karl Hreggviðsson, Ragna Gunnarsdóttir og Jón Gunnarsson - bygginganefnd reiðhallar, Ingvar Jónsson - umsjónamaður húseigna. Fyrir hönd Límtré Vírnets, Helgi Kjartansson.
Stjórn félagsins óskar eftir liðsinni sjálfboðaliða félagsins á komandi helgum við væntanlegar byggingaframkvæmdir. Byggingar- og verkstjóri verður Jón Gunnarsson Nánar auglýst á heimasíðu félagsins og Facebook eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.
Kveðja Stjórn Sleipnis
Aðalfundur Sleipnis fimmtudaginn 23.jan. – ný dagsetning
Ákveðið hefur verið að færa aðalfund Sleipnis um einn dag vegna landsleiks Íslands og Svíþjóðar sem er á fundartíma sem áður var auglýstur og hefði haft áhrif á fundarsókn .
Aðalfundur verður því fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.00 í Hliðskjálf.
Stjórnin
Enn eiga 55 félagsmenn / konur / ungmenni ógreidd félagsgjöld vegna ársins 2019 en félagsgjöldin voru á eindaga í vor.
Um næstu mánaðamót veður farið í að taka af félagatali þá sem enn eiga ógreidd félaggsgjöld.
Við það lokast hjá þeim er við á, aðgangur að World Feng, aðgangur og lykill að reiðhöll Sleipnis og skráningarkerfi SportFengs
( vegna skráninga í viðburði / námskeið / keppnir ).
Skorað er á viðkomandi að gera skil hið fyrsta en kröfur eru enn í heimabönkum og hægt að ganga frá greiðslum þar.
Stjórnin.
Við Sleipnisfélagar erum stolt af okkar keppnisfólki, 5 af þeim unnu til 7 Íslandsmeistaratitla á nýliðnu Íslandsmóti í Víðidal.
Þau voru félaginu til sóma á mótinu.
Þau eru:
- Olil Amble Íslandsmeistari í fimmgang meistaraflokk með Álfarinn frá Syðri - Gegnishólum
- Glódís Rún Sigurðardóttir Íslandsmeistari í tölti ungmenna með Stássu frá Ibishóli.
- Védís Huld Sigurðardóttir Íslandsmeistari í fjórgangi og fimi í unglingaflokki með Hrafnfaxa frá Skeggstöðum
Í samanlögðum greinum urðu :
- Sigursteinn Sumarliðason íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum með Krókus frá Dalbæ
- Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna.
- Védís Huld Sigurðardóttir Íslandsmeistari í samanlögðu í unglingaflokki.
Við í stjórn Stjórn Sleipnis óskum þeim til hamingju með titla sína og óskum þeim alls hins besta.
Stjórnin.
{gallery}Islandsmeistarar_SL_2019{/gallery}