Fréttir frá Stjórn

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis 2020  sem auglýstur var í Dagskránni 17.mars, verður haldinn miðvikudaginn 24.mars 2021 að Hótel Selfossi  og hefst stundvíslega kl. 20.00 ( húsinu lokað ).

Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru,Covid19 og fordæmalausra aðstæðna verður fjöldi fundarmanna takmarkaður við lögmæti  fundar eða 70.manns.  Félagsmenn sem hug haf á að sækja aðalfund  þurfa að forskrá sig á vefsvæði félagsins og munu fyrstu 70 skráningarnar gilda til fundasetu. Ef forföll  verða hjá þeim sem ná fundasetu, verður haft samband við þá sem neðar eru en 70 á skráningarlista. Opnað  verður fyrir skráningu á vefsvæði félagsins 18.mars , skráningu lýkur 24.mars kl.12

Þeir sem skráningu ná fá  tilkynningu í sms eða tölvupósti um fundasetu.

Aðalfundur telst löglegur s.k.v 6.grein laga Sleipnis ef  1/10 hluti félagsmanna er á fundi og vegna fjöldatakmarkana  verður nú svo að vera. Skráning fer fram á vefsíðu félagsins með rafrænum hætti og mun kerfið halda utan um röð skráninga, dags.og tímastimplun.

Boðið verður upp á kaffiveitingar með tilliti til sóttvarnarreglna meðan á fundi stendur.

Stjórnin.

Dagskrá fundar.

1. Setning aðalfundar, formaður
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara, fundastjóri tekur við stjórn fundar.
3. Skýrsla formanns.
4. Skýrsla gjaldkera / Ársreikningar félagsins.
5. Umræður og afgreiðsla um skýrslur formanns og gjaldkera.
6. Aðalfundur Sleipnishallarinnar ehf. Kynning á reikningum félagsins 2020 
7. Tillaga um hækkun á félagsgjaldi Sleipnis, tillaga stjórnar. 
8. Skýrslur nefnda, Reiðveganefnd, Æskulýðsnefnd og Stjórnar Sleipnishallarinnar ehf.
9. Kosning stjórnarmanna og starfsnefnda Sleipnis.
10. Önnur mál
11. Fundarslit

Tillögum  og  málefnum  sem falla undir önnur mál og ekki eru á dagskrá skal skila inn með tölvupósti á netfangið sleipnir@sleipnir.is  fyrir kl. 12.00 þann 24.mars nk.

 Samkvæmt reglum verða sæti númeruð, tilskilið bil milli manna, grímuskylda á fundinum öllum og allur samgangur  / hópamyndanir milli óskyldra / tengdra aðila bannaður.

Skráningarform er að finna undir felliglugganum " Forsíða" efst á síðunni til vinstri og næst neðsti tengill
" Skránging á aðalfund " sjá myndina hér að neðan.

Adal


29 Jul, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagmál

Skipulagsmal

 Reiðhöll dagatal


Júlí
29Júl Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Ágúst
5Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
12Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Ágúst
7Ágú Lau 19:00 - 23:00 Frátekin v. húsnefnd 
21Ágú Lau 12:00 - 18:00 Frátekið húsnefnd 

Október
16Okt Lau 12:00 Frátekið v. húsnefnd 

Vellir dagatal


Ágúst
17Ágú Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1955
Articles View Hits
5765163