Kæru félagsmenn,

þann 24. mars var haldinn aðalfundur Sleipnis fyrir árið 2020 á hótel Selfossi.

Þó ekki hafi verið mikil félagsleg virkni í fyrra var mikið að gerast hjá okkur og má lesa nánar um það í fundargerð og gögnum sem fylgja, m.a. skýrslu stjórnar, skýrslu reiðveganefndar og skýrslu æskulýðsnefndar.

Við hvetjum ykkur til að lesa þessar skýrslur til að vera upplýst um vinnuna sem var og er í gangi og snertir okkur öll.

Það sem var helst á baugi voru framkvæmdir á svæðinu, í Hliðskjálf, sjoppunni og viðbyggingu reiðhallar auk reiðvegagerðar og viðhanlds. Í skýrslu reiðveganefndar eru myndir frá þeim leiðum sem um ræðir í skýrslunni og fróðlegt er að skoða það sem framkvæmt var á síðasta ári.

Skýrsla æskulýðsnefndar ber vitni um mikið starf þeirrar nefndar og gaman að lesa hana. 

Skipulagsmálin eru reifuð í skýrslu stjórnar ásamt nýjum samningum við sveitarfélögin Árborg og Flóahrepp. Í samningnum við Árborg bættist við styrkur til viðhalds á vallasvæði félagsins og hefur Vallanefnd verið stækkuð það það að markmiði að auka tekjur félagsins með því að gera vallasvæðið okkar eftirsóknarverðara til kynbótasýninga og keppni. Við fengum jafnframt yfirráð yfir grænum svæðum á félagssvæði og lóðum Árborgar austan Gaulverjabæjarvegar en Skipulags og umhverfisnefnd mun sjá um úthlutun svæða til félagsmanna gegn gjaldi. Þeir sem hafa girt af svæði fá möguleika að leigja það svæði af félaginu en gjald hefur ekki verið ákveðið. Félagsgjald var hækkað í 10.000 kr. fyrir almenna félagsmenn og 5.000 fyrir ungmenni. Gjöld af árgjaldi sem renna til LH(1800 kr.), Horses of Iceland(300 kr.) og Worldfeng(350kr.)  samtals 2450 kr.  Áfram verður aðgangur að reiðhöll innifalinn í árgjaldi. 

Á þessu ári er fyrirhugað að halda áfram með viðhald á félagsheimili, ljúka við klæðningu hússins að utan og huga að þakinu.

Nýjir stjórnarmeðlimir tóku til starfa í stað Önnu Rúnarsdóttur og Grétars Halldórssonar og er þeim þakkað fyrir sín störf í stjórn og varastjórn, sjá nánar í fundargerð aðalfundar.

Við horfum bjartsýn til framtíðar. 

Bestu kveðjur,  Stjórnin


Adalf 2020