Við höfum hug á að fá gamlar myndir af skjaldarhöfum Sleipnis frá árum áður ásamt ítarlegri upplýsingum um hvaðan hestarnir voru kenndir þar sem á vantar á listanum.

Við teljum okkur vita hverjir hestarnir eru samanber lista á vefsíðu og erum búinn að bæta inn upplýsingum frá því sem áður var getið á heimasíðu Sleipnis en það mætti enn bæta inn upplýsingum.

Ef eigendur eða aðrir velunnarar gætu sent myndir af þeim í verðlaunaafhendingu með skjöldinn (eða ekki) þá myndi okkar kæri vefsíðustjóri setja þær sem hlekk við nöfn hestana undir saga Sleipnis /merkisgripir / Sleipnisskjöldur. Þar er listi yfir skjaldarhafa frá upphafi. Komnar eru inn myndir fyrir fjóra  Sleipnisskjaldhafa á listanum og einnig hefur listi Klárhestaskjalhafa verið uppfærður. Þetta er töluverð handavinna og verður uppfært eftir því tími er til sem og  myndir finnast / berast. 
Hér að neðan eru  tenglar á þær síður sem breytingum hafa tekið:
Sleipnisskjaldhafar
Klárhestaskjöldur

Myndir og efni sendist á netfangið: stjorn@sleipnir.is

Einnig er hafin  vinna við að skanna inn úr gömlum fundagerðabókum og setja inn á  heimasíðuna eldri  fundagerðir og má finna þær undir slóðinni: Saga Sleipnis/Skjöl/Fundagerðir stjórnar/Gamlar_fundagerdir.

Þetta er merkileg saga sem við eigum og ættum að gera okkar besta í að varðveita.

Kv. Stjórnin