Haldinn var almennur rýnifundur bygginganefndar Sleipnis með félagsmönnum í Hliðskjálf þann 28.mars sl. samkvæmt ályktun á aðalfundi Sleipnis í janúar sl. Efni fundarins var væntanleg viðbygging við Sleipnishöllina. Fámennt var á fundinum þrátt fyrir að auglýstur hafi verið á heimasíðu félagsins sem og FB síðu. Bygginganefnd ákvað , eftir að mismunandi valkostum hafði verði velt upp, að byggja aðstöðu fyrir hesta ofl. við austurgafl reiðhallarinnar. Höllin verður lengd um 10 metra til austurs og fylgja útlínum núverandi byggingar. Stefnt er að skila aðaluppdráttum til Byggingafulltrúa í 15 viku ársins og í beinu framhaldi vinnuteikningum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um miðjan júní nk. Verktakar verða fengnir í sökkuluppslátt en grind verður pöntuð frá Límtré-Vírnet. Framkvæmdin mun byggja á að fá sjálfboðaliða meðal félagsmanna til aðstoðar seinnipart sumars til að koma húsinu upp fyrir næsta haust.
Stíurnar sem hafa verið inni í höllinni hafa verið settar upp austan við höllina og verða ekki settar aftur inn. Vinna var lögð í að laga gólf reiðhallarinnar fyrir sýningar hjá Æsku Suðurlands sl. sunnudag og fleiri sýningar munu nú fylgja í kjölfarið. Nú verður því hægt að nýta allt gólf reiðhallarinnar betur.
Það á vel við að leggja í þessa metnaðarfullu framkvæmd nú á 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Sleipnis.
Fh. Hönd Sleipnis / með félagskveðju,
Magnús Ólason, formaður.