Vegna kynbótasýninga á Brávöllum dagana 30.júlí til og með 02. ágúst eru kynbótabraut og hringvellir á Brávöllum lokuð fyrir almenna notkun. Einnig er beit hesta í svokölluðum  beitarhólfum á svæðinu bönnuð á sama tímabili. Reiðhöll Sleipnis er jafnframt lokuð fyrir almenna notkun frá kl. 20:00 í kvöld 29.júlí  til loka fimmtudagsins 02.ágúst nk.
Yfirlit fer fram 02. ágúst
 .Reglur um kynbótasýningar hrossa má  nálgast hér:https://www.rml.is/static/files/Hrossaraekt_RML/2018/reglur_um_kynbotasyningar2018.pdf
Sýningarstjóri er Gísli Guðjónsson (Gisli-@hotmail.com ).

Að lokum er bent á að hjálmaskylda er á félagssvæði Sleipnis.

Kynbótanefnd / Stjórn

Dagskrá 30.júlí til og með 1. ágúst ásamt knapalista má nálgast  undir þessum tengli: Miðsumarssýning 2018