Unnið var í gólfinu á reiðhöllinni á gamlárs og nýársdag. Reynir á Hurðarbaki og Unnsteinn komu með traktor og rifherfi og var gólfið rifið upp og jafnað. Árni Sigfús kom með skotbómulyftara og færði inn á gólf 7 bretti sem gefin voru af Furuflís, tæplega 3.7 tonn. Jafnað var  úr og dregið yfir með herfinu og að lokum kom Hanne Smidesang með sína græju og fíneseraði verkið. Öllum sem lögðu hönd á plóginn eru færðar innilega þakkir fyrir framlag sitt.

Stjórn Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf

{gallery}Sleipnishollin_des2021{/gallery}