Fyrirhugað er að halda þjóðlegan Karladag hjá hestamannafélaginu Sleipni þann 25 apríl. til styrktar reiðhallarbyggingu Sleipnis á Selfossi. Hugmyndin er að hittast í kaffi eftir firmakeppni Sleipnis og líta á atriði frá Æskulýðsnefnd, foreldrar sýna listir sínar á fákum barnanna- atriði þeirra úr Hestafjörssýningunni. Kannski verður glens og gamanmál. Að uppákomu lokinni munu karlar ríða í í hópreið á TORG HINS HIMNESKA FRIÐAR. Þar verður Bakkusi blótað og menn koma sér í rétta stemmingu fyrir kvöldskemmtun sem verður haldin í Hliðskjálf og hefst hún á kvöldverði kl. 20.00. Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð að þjóðlegum sið og skemmtun fram eftir kvöldi. Miðaverð kr. 4000. Byggingarnefnd reiðhallarinnar