Árlegum tiltektar / hreinsunardegi í hesthúsahverfi Sleipnis sem vera átti á 2. maí, hefur nú verið ákveðinn: Laugardaginn 9. maí nk. Við áætlum að tiltekt hefjist kl. 10 .
Eigendur ónýtra / óskráðra kerra og annarra hluta sem ekki eiga heima á kerruplani félagsins, eru beðnir að fjarlægja þær eigur sínar fyrir 16.maí nk. en þann dag verða þeir hlutir fjarlægðir og fluttir á gámastöð sveitafélagsins.Einnig er þeim tilmælum beint til félagsmanna, þeirra sem hlut eiga að máli, að taka upp lausar / léttar girðingar sem settar hafa verið niðurá grænum svæðum í hesthúsahverfinu og á Brávöllum að öðrum kosti verð þær fjarlægðar á hreinsunardeginum. Hvetjum hesthúsaeigendur og hagsmunaaðila að taka til í sínu nærumhverfi og koma rusli og öðru drasli í gáma sem verða á svæðinu.
Tökum höndum saman og snyrtum hesthúsahverfið okkar fyrir vorið.
Ef vel tekst til munum við etv. vera með grill og drykki í reiðhöllinni að verki loknu.
Félagskveðja, Stjórnin.