Á meðan við bíðum fregna af næstu afléttingum viljum við vekja athygli á því að 1 metra nálægðartakmörk gilda ekki lengur á sitjandi viðburðum. Því er hægt að nýta öll sæti á viðburðum svo lengi sem ekki eru fleiri en 500 í hverju hólfi.

Hér er hægt að sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins og hér er hægt að sjá breytingu á reglugerð

Ef marka má fréttir á RÚV má áætla að við fáum fregnir af frekari afléttingum eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn kemur. Hvað verður vitum við auðvitað ekki en við fylgjumst vel með.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands