Kæru Sleipnisfélagar,
hingað til höfum við reynt að halda úti félagsstarfi eins og kostur er með hliðsjón af tilmælum aðgerðastjórnar almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis.
Auðvelt hefur reynst að halda reglur um fjarlægð milli fólks og fáar samkomur hjá okkur þar sem yfir 100 manns koma saman á einn stað og úti-mótin þannig að áhorfendur sitja í bílum sínum og keppendur með næga fjarlægð sín á milli.
Æskulýðsstarfið hefur líka haldið áfram og hefur stutt við foreldra vegna skerts skólahalds og annarra íþrótta.
Páskamótinu hafði verið aflýst þar sem um innimót er að ræða og ekki hægt að uppfylla tilmælin.
Nýjustu tilmæli stjórnvalda kalla á hertari reglur og hefur stjórn Sleipnis ákveðið að aflýsa öllu félagsstarfi til að styðja við þær aðgerðir.
Munið að vera góð við hvert annað og styðja eins og kostur er.
p.s. Þeir sem þurfa aðstoð við gegningar vegna veikinda endilega kallið eftir henni á facebook síðu Sleipnis.