1. Kafli

Markmið og skipulag félagsins

1. Markmið og skipulag félagssins

 

1.1 Félagsleg og iþróttaleg

 

Uppeldishlutverk Hestamannafélagsins Sleipnis:

Hestamannafélagið Sleipnir stefnir að því á næstu árum að leggja vaxandi og markvissari áherslu á uppeldis- og forvarnaþátt hestamenskunar hjá yngri iðkendum félagsins. Hestamannafélagið vill með þessu bera hluta þeirrar ábyrgðar sem hvílir á herðum allra þeirra sem sinna börnum og unglingum í hestamennsku. Sleipnir leggur áherslu á að rækta gott samstarf við foreldra um velferð barna þeirra og lítum á starf okkar sem stuðning og viðbót við uppeldisstarf heimilanna.

 

Markmið með uppeldisstarfinu eru:

 

Að ala upp efnilegri og hæfari íþróttmenn.

Að auka heilbrigði og bæta forvarnir.

Að auka skilning og virðingu fyrir náttúru og umhverfi. 

 

Leiðir sem Hestamannafélagið Sleipnir hefur í hyggju til að ná þessum markmiðum eru:

 

Stuðla að ungliðastarfi sem gefur öllum tækifæri til að vera með og leggur áherslu á grunnatriði og félagslegan þroska.

Heilsteypt og samræmd þjálfun allra aldursflokka og keppnisstefna sem leggur meiri áherslu á uppeldi og þroska iðkennda en sigur.

Virðing fyrir hverjum einstaklingi.

Auknari kröfur til hæfni þjálfara.

 

Samstarf við foreldra er mikilvægt:

 

Hestamannafélagið Sleipnir leggur mikla áherslu á gott samstarf við foreldra þeirra barna og unglinga sem stunda æfingar og keppni á vegum félagsins. Þetta samstarf tekur til þáttöku foreldra í æfingum, keppni og öðru starfi á vegum félagsins, ásamt góðu flæði upplýsinga til foreldra. Við hvetjum foreldra til að sýna íþróttaiðkun barna sinna jákvæðan áhuga og vera hvetjandi varðandi ástundum þeirra. Staðreynd er að slík hvatning er börnunum mikils virði og eykur líkurnar á að þau haldi áfram að stunda íþróttir.

Við vörum hins vegar við beinni gagnrýni á frammistöðu barnsins, það er hlutverk þjálfarans að leiðbeina því um það sem betur má fara í leik þess.

Innan Hestamannafélagsins Sleipnis er starfandi æskulýðsnefnd sem félagið leggur áherslu á að sé að stæðstum hluta skipuð foreldrum barna og unglinða sem stunda æfingar og keppni á vegum félagsins. Æskulýðsnefnd þessi tekur virkan þátt í mótun á starfsemi félagsins varðandi ungliða ásamt því að hafa áhrif á mótun æfingastefnu. 

 

Foreldrar og þjálfarar eru fyrirmyndir:

 

Í keppni óskum við eftir að foreldrar verði börnunum sínum fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi og sigri hrokalaust. Þá er lögð áhersla á að foreldrar, þjálfarar og iðkenndur sýni andstæðingum, dómurum, starfsmönnum og skipuleggjendum keppna virðingu.

 

Fræðsla og upplýsingar:

 

Hestamannafélagið Sleipnir leggur áherslu á að fræða börn og unglinga um hestinn og þarfir hans og allt sem við kemur keppni, þjálfun og umhirðu hans. Þá er lögð áhersla á að ungir iðkenndur temji sér heilbrigt líferni s.s. varðandi mataræði, hvíld, svefntíma og aðra þætti. Þá telur Hestamannafélagið Sleipnir að iðkenndur skuli temja sér virðingu fyrir náttúru og umhverfi sínu. Til að ná fram þessu markmiði eru reglulega haldnir fræðslu- og umræðufundir sem skipulagðir eru af æskulýðsnefnd í samráði við þjálfara. 

 

Samráð foreldra og þjálfara um velferð barnanna:

 

Hestamannafélagið Sleipnir veit að hestamennska stuðlar að heilbrigðum lífstíl barna og unglinga. Hestamennska er mikil og góð líkamleg hreyfing auk þess að stuðla að aukinni ánægju iðkennda. Félagið metur hversu nálægð við náttúru er mikils virði og það hvað hestamennskan stuðlar að mikilli útiveru. 

Með iðkun hestamennskunar læra börn tilitssemi, sjálfsaga,  virðingu fyrir náunganum, hestinum, náttúrunni og samveru við jafnaldra undir leiðsögn fullorðinna. 

Þjálfarar Hestamannafélagsins Sleipnis fylgja þjálfunaráætlun sem tekur bæði  tillit til aldurs og þroska iðkennda. Samvinna við foreldra er stór þáttur í starfi þjálfara.

Þjálfarar Hestamannafélagsins Sleipnis skulu sýna hverjum iðkennda virðingu og umhyggju. Þjálfarar skulu leggja áherslu á jákvæða hvatningu og veita jákvæðar leiðbeiningar varðandi hegðun og samskipti innan keppnisvallar sem utan.

Íþróttamannsleg framkoma er mikilvægt leiðarljós í starfi Hestamannafélagsins Sleipnis. Við munum kappkosta að upplýsa foreldra um mat okkar á börnunum þeirra og hafa samband við foreldrana ef upp koma tilvik sem valda okkur áhyggjum.

 

Hestamannafélagið Sleipnir stuðlar að frekari ástundun barnanna:

 

Hestamannafélagið Sleipnir vill leggja áherslu á að draga úr brottfalli í hestamennskunni og leggjum því áherslu á að virkja foreldra til samstarfs. Ástæður þess að börn og unglingar hætta að iðka hestamennsku geta verið margvíslegar. Þegar barn eða unglingur hættir í íþróttum og engin krefjandi áhugamál koma í staðinn getur verið ástæða til að bregðast við. Samráð foreldra og þjálfara er mikilvægt í þessu efni.

 

Þjálfarar vilja samvinnu: 

 

Þjálfarar Hestamannafélagsins Sleipnis munu kappkosta að taka vel öllum ábendingum foreldra og iðkennda og koma til móts við óskar þeirra, sé þess nokkur kostur.

 

Skilaboð til iðkennda:

 

Hestamannafélagið Sleipnir leggur áherslu á að fræða iðkenndur um mikilvægi heilbrigða og hollustu. Þessir þættir eru órjúfanlegir íþróttamennskunni og geta skipt sköpum ef árangur skal nást. Heilbrigður lífstíll er ekki síður mikilvægur hluti í íþróttinni en æfingin sjálf. Rétt matarræði, góð hvíld og útilokun vímuefna geta því skipt sköpum fyrir árangur og frammistöðu iðkennda í hestaíþróttum sem og lífinu sjálfu.

 

Fulltrúi ungs fólks í stjórn:

 

Á síðustu misserum hefur verið fulltrúi ungu kynslóðarinnar í stjórn félagsins. Stjórn félagsins leggur áherslu á að fulltrúi yngri kynslóðarinnar sé í stjórn félagsins hverju sinni. Sjórn félagsins staðfestir að ef ekki sé fulltrúi yngri kynslóðarinnar þ.e. 16-25 ára í stjórn þá verði skipaður áheyrnarfulltrúi úr þeirra hóp til að sinna fundarsetu innan stjórnar. 

 

 

1.2      Skipurit félagsins                                                                                                 

 

Skiprit félagsins í heild

 

 

 

2. Kafli

 

Umgjörð þjálfunar og keppni

 

2. Umgjörð þjálfunar og keppni.

 

2.1.  Stefna félags um þjálfun og keppni barna og unglinga.

                                                                                                                                                                

2.1.1  Starf félagsins tekur mið af stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga:

 

Allt stjórnarfólk og starfsmenn, þar með taldir þjálfarar hafi kynnt sér stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga. Hestamannafélagið Sleipnir staðfestir að allt skipulagt starf innan félagsins skal taka mið af stefnuyfirlýsingu ÍSÍ.

 

Stjórn félagsins mun reglulega kynna framangreindum aðilum stefnuna og þá sérstaklega þeim aðilum sem ekki þekkja hana til fulls. 

 

2.1.2 Kennslu og æfingaskrá

 

Andi stefnunnar                                                                                                          

 

Félagið hefur það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan íþróttahreyfingarinnar.

Með skipulegri og markvissri þjálfun eins og hér er lýst má skapa börnum og unglingum aðstæður til að verða afreksmenn seinna meir á lands- eða alþjóða mælikvarða þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Að sama skapi er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku eða keppnisíþróttir fái tækifæri til að stunda íþróttir eða líkamsrækt við sitt hæfi.

(Varðandi þau aldursmörk sem gengið er út frá verður að gera ráð fyrir ákveðnu svigrúmi og sveigjanleika vegna mismunandi reglna sem gilda í hinum ýmsu íþróttagreinum og mismunar á þroskaferli milli kynja og einstaklinga).

Með neðangreindum aðferðum má tryggja mun meiri fjöldaþáttöku í íþróttum en áður hefur þekkst og skapa um leið aðstæður fyrir fleiri afreksmenn og meiri afrek en áður hefur þekkst

 

Skilgreiningar                                                                                                            

 

Með barnaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum til og með 12 ára.

Með unglingaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum 13-19 ára.

 

Hjá Landsambandi Hestamanna er skilgreininginn eftirfarandi; a) pollar eru 9 ára og yngri b) börn eru 10 – 13 ára c) unglingar eru 14 – 16 ára og d) ungmenni eru 17 – 21 árs.

 

Markmið

 

Íþróttaþjálfun barna, unglinga og ungmenna hafi eftirfarandi markmið:

a) 8 ára og yngri:

-Að fyrstu kynni af hestaíþróttum verði jákvæð.

-Að barnið líti á hestinn sem vin og félaga.

b) 9-12 ára:

-Að bæta tæknilega færni í samskiptum við hestinn.

-Að vekja hestaíþróttaáhuga fyrir lífstið.

-Að börnin líti á önnur börn sem verðuga keppninauta en ekki sem andstæðinga.

c) 13-16 ára

-Að auka þol hestins.

-Að auka kraft hestins.

-Að auka hraða og færni hestins.

-Að auka liðleika knapa og hests.

-Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni

-Að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu.

-Að kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegar er til að árangur náist.

-Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

 

d) 17-19 ára

-Að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.

-Að auka þjálfunarálagið verulega.

-Að innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þáttöku í keppnis- og afreksíþróttum.

-Að skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka hestaíþróttir sem tómstundagaman og vegna félagsskaparins.

 

3. Leiðir

 

Stefnt verði að eftirfarandi leiðum að settum þjálfunarmarkmiðum:

a) 8 ára og yngri:

-Að æfingar séu fjölþættar.

-Að þjálfunin fari fram í leikformi.

-Að æfingarnar séu skemmtilegar.

-Að öll börn fái jöfn tækifæri til þáttöku.

-Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildarskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.

 

b) 9-12 ára

-Að æfingarnar séu fjölþættar.

-Að aðaláherslan í þjálfunni sé á þjálfun tæknilegrar færni í samskiptum knapa og hests.

-Að æfingarnar feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.

-Að æfingarnar séu skemmtilegar

-Að háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.

-Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

 

c) 13-16 ára

-Að æfingarnar séu fjölþættar

-Að æfingarnar byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum knapa og hests.

-Að þeirri tæknilegu færni sé viðhaldið sem áður var lærð.

-Að sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan íþróttaliðsins eða félagsins, Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.

-Að fræðsla um heilbrigðan lífstíl fari fram.

-Að allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

 

d) 17-19 ára

-Að æfingarnar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.

-Að unglingunum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum.

-Að öll félög geri greinarmun á afreksíþróttum eða íþróttum þar sem árangur í keppni er aðalmarkmiðið annars vegar og hins vegar íþróttum þar sem áhersla er lögð á félagsskapinn umfram árangur í keppni sem slíkri.

 

3.1

Hestamannafélagið Sleipnir stefnir að að bjóða á ári hverju börnum og unglingum upp á byrjandanámskeið sem og námskeið fyrir lengra komna. Þáttakendum er þá raðað eftir getu og aldri í hópa eins fremst er kostur. 

Fyrir 12 ára og eldri verði í boði að taka Knapamerkin ásamt örðum námskeiðum og reynt verður að bjóða ávallt upp á fyrsta og annað stig knapamerkja á hverju ári og framhald þriðja til fimmta stig eins og oft og mögulegt er miða við eftirspurn. 

 

Keppni

 

Keppni barna og unglinga fylgi eftirfarandi áætlun:

Keppni skal miðast við aldur og þroska og að hún sé hvati til ástundunar og framfara svo auka megi líkur á að ná settum þjálfunarmarkmiðum.

a) 8 ára og yngri

Keppni í þessum flokki á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Sé keppni viðhöfð skal hún fara fram á félagsmótum og mótum þar sem félagar úr nágrannafélögum keppa.

Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu.

Leikur og leikgleði ráði ríkjum í samskiptum við hestinn.

b) 9-10 ára:

Keppni skal fara fram á félagsmótum og öðrum minni mótum.

Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu.

c) 11-12 ára

Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu.

d) 13-14 ára

Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis. Keppni skal vera í fyrirrúmi en aukin áhersla miðað við fyrri aldursskeið á keppni milli einstaklinga.

e) 15-19 ára

Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis.

Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við hvort sem um lið eða einstakling að ræða.

 

 

Verðlaun og viðurkenningar

 

Verðlaunaafhendingar í keppni barna og unglinga fylgi með eftirfarandi áætlun:

a) 10 ára og yngri:

Allir fái jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.

b) 11-12 ára

Einstaklingar geta unnið til verðlauna í einstaklingsgreinum.

c) 13-19 ára

Einstaklingar vinni til verðlauna.

 

3. Kafli

 

Fjármálastjórn

 

3. Fjármálastjórn

 

 

3.1 Bókhald

 

Bókhald er fært skv. góðri reikniskilavenju. Bókhaldi æskulýðsnefndar þ.e. tekjur og gjöld vegna yngri iðkennda er haldið aðskyldu. 

 

3.2 Laun þjálfara eru samræmd

 

Þjálfarar eru ekki ráðnir til félagsins á ársgrundvelli. Heldur í einstök verkefni hverju sinni. Stefna félagsins er að laun þeirra séu samræmd hverju sinni eftir því sem við á, þ.e. sambærileg verkefni þýða þá sambærileg laun. 

 

3.3. Þjálfarar eru launþegar

 

Vísað er til liðar 3.2 hér að framan hvað þetta varðar. 

 

3.4. Fjárhagsáætlun næsta árs

 

Fjárhagsáætlun 2010

 

Tekjur Gjöld

Félagsgjöld     1.249.000     Fasteignagjöld         340.000     

 - Iðkenndur 21 árs og yngri           87.500     Rafmagn og hiti         190.000     

 - Eldri iðkenndur     1.161.500     Stef ehf 2010           21.000     

HSK lottó         150.000     Sími og póstur           90.000     

Styrkur frá Árborg         757.000     Heimasíða           25.000     

Styrkur fasteignagjöld 2010         150.000     Auglýsingar og prentun           70.000     

Æskulýðsnefnd námskeiðsgjöld         250.000     Kostnaður æskulýðsnefndar         450.000     

Keppnisnefnd     1.400.000     Kostnaður mótanefndar     1.000.000     

 - Yngri flokkar        420.000     - Yngri flokkar        300.000     

 - Eldri flokkar        980.000     - Eldri flokkar        700.000     

Firmakeppni         280.000     Tryggingar           65.000     

Húsnefnd         250.000     Viðhald fasteigna           20.000     

Fræðslunefnd         100.000     Viðhald dómpallur           20.000     

Aðrar tekjur         160.000     Viðhald vallar         100.000     

    4.746.000     Húsnefnd         150.000     

Fræðslunefnd           85.000     

Posaleiga           25.000     

Annað           50.000     

Skattur til LH         475.500     

Skattur til HSK           75.000     

    3.251.500     

 

Vextir og verðbætur langtímalána         662.000     

Bankakostnaður           12.000     

    3.925.500     

Samtals tekjur - gjöld 2010        820.500    

 

4. Kafli

 

Þjálfaramenntun

 

4.Þjálfaramenntun

 

4.1 Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar

Gerð er sú krafa að yfirþjálfarar hafi menntun samkvæmt kröfum frá Félagi Tamningamanna (FT)

og uppfylli skilyrði ÍSÍ um þjálfaramenntun.

 

(Vitna í samtarfs ÍSÍ og Hólaskóla um innleiðingu á kröfum ÍSÍ í nám Hólaskóla.og samtals formans Sleipnis og Viðar hjá ÍSÍ)

 

Aðstoðarþjálfarar eru valdir með tilliti til færni og kunnáttu í hestaíþróttinni. 

 

4.2 Samráð þjálfara

Gerð er krafa um að þjálfarar félagsins hafi samráð um þjálfunar og kennsluaðferðir sínar og vinni sameiginlega að ná markmiðum æfingar og þjálfunarstefnu félagsins. Sem og til að geta tekið sameigninlega á þeim málum sem upp koma hverju sinni.

 

 

5. Kafli

 

Félagsstarf

Tekið skal fram að mjög öflugt félagsstarf er hjá Hestamannafélaginu Sleipnir og hér fyrir neðan er dagatal okkar þar sem allskonar samkomur eru, hvort sem um er að ræða keppni, fræðslufundi, skemmtanir eða ferðir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig fylgir hér með mótaskrá LH en þar koma fram öll helstu mót sem krakkarnir taka þátt í.

 

Febrúar

11.02.10 Föstudagur Aðalfundur félagsins

13.02.10 Laugardagur Vetrarmót I

20.02.10 Þorrareið og þorrablót

 Mars

03.03.10 Miðvikudagur Kynningarfundur æskulýðsnefndar

10.03.10 Fimmtudagur Sjálfboðaliða hittingur vegna reiðhallar

12.03.10 Föstudagur Sjálfboðavinna við Reiðhöllina hefst 

13.03.10 Laugardagur Vetramót II

15.03.10 Mánudagur Reiðnámskeið æskulýðsnefndar hefjast 

27.03.10 Laugardagur Vetramót III

31.03.10 Miðvikudagur Páskamót í Ölfushöll

 Apríl

21.04.10 Miðvikudagur (síðasti vetradagur) Kvennakvöld Sleipnis

24.04.10 Laugardagur Firma og bæjarkeppni Sleipnis

 Maí

01.05.10 Laugardagur Íþróttamót

02.05.10 Sunnudagur Íþróttamót

15.05.10 Laugardagur Hestafjör í Rangárhöllinni æskulýðsnefnd

15.05.10 Laugardagur Kvennareiðtúrinn 

13-16.10 Fimmtudagur-sunnudags Vor í Árborg

22.05.10 Laugardagur Baðtúrinn

25.05.10 Þriðjudagur Reiðnámskeið æskulýðsnefndar enda

Ótímasett í maí Æskulýðsferð

Ótímasett í maí Keppnisnámskeið á vegum æskulýðsnefndar

Ótímasett í maí skeiðnámskeið á vegum fræðslunefndar 

 Júní

05.06.10 Laugardagur Gæðingamót, úrtaka fyrir Landsmót

06.06.10 Sunnudagur Gæðingamót, úrtaka fyrir Landsmót

16-19.06.10 miðvikudagur til laugardags Sumarferð Sleipnis

 Júlí

27.06-04.07.10 Landsmót hestamanna

 Ágúst

Ótímasett Síðsumarreið Sleipnis

 

 

 

 

JANÚAR Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

15 Fös Léttir Akureyri Nýjárstölt Líflands Töltmót Top Reiter höllinn

28 Fim Meistaradeild VÍS Ölfusi Smali Ingólfshvoli

29 Fös Glaður Búðardal Smali Nesoddahöll  

30 Lau Sindri Vík Í Mýrdal Vetramót Vetramót Vík eða Sindravöllur

30 Lau Hörður Mosfellsbæ Grímutölt Töltmót Varmárbakkar

FEBRÚAR Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

5 Fös Fákur Reykjavík Grímutölt Töltkeppni Reiðhöll Víðidal

Sörli Hafnarfirði Ísmót Hvaleyrarvatni

11 Fim Meistaradeild VÍS Ölfusi Fjórgangur Íþróttakeppni Ingólfshvoli

11 Fim Léttir Akureyri Kea mótaröð (tölt) Töltkeppni Top Reiter höllin

13 Lau Andvari Garðabæ Vetraleikar 1 Vetramót Kjóavellir

13 Lau Gustur Kópavogi 1 vetrarmót Vetramót íþróttavelli Glaðheima

13 Lau Hringur Dalvík Ísmót Hrings Hrísatjörn

13 Lau Skuggi Borgarnesi Vetrarmót Skuggi/Faxi Vetramót Reiðhöll/Vindás

13 Lau Sleipnir Selfossi 1 vetrarmót Vetramót Löngudæl

13 Lau Sóti Álftanesi Vetramót Vetramót Breiðumýri

13 Lau Sörli Hafnarfirði Grímutölt Töltkeppni Sörlastaðir

19 Fös Fákur Reykjavík Smalamót unglingaklúbbs Fáks Reiðhöll Víðidal

20 Lau Andvari Garðabæ Þrígangsmót opið Opið/reiðhöll Kjóavellir

20 Lau Fákur Reykjavík Vetrarleikar Vetrarmót Víðivöllum

20 Lau Glaður Búðardal Vetraleikar fyrri Vetrarmót Búðardal

20 Lau Léttir Akureyri Bautatölt Töltkeppni Skautahöllinn Akureyri

25 Fim Léttir Akureyri Kea mótaröð (fjórgangur) Íþróttakeppni Top Reiter höllin

25 Fim Meistaradeild VÍS Ölfusi Slaktaumatölt Íþróttakeppni Ingólfshvoli

27 Lau Hörður Mosfellsbær Árshátíðarmót (1. vetrarmót) Vetrarleikar Varmárbakkar

27 Lau Freyfaxi Egilsstaðir Ístölt Austurlands 2010 Töltkeppni Egilsstaðarvík

27 Lau Sindri Vík Mýrdal Vetramót Vetramót Vík eða Sindravöllur

27 Lau Smári Flúðir Punktamót Smára Vetraleikar Torfdal

27 Lau Sörli Hafnarfirði 1 Landsbankamót Vetrarmótaröð Sörlastaðir

MARS Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

5 Fös Hörður Mosfellsbæ Karla tölt Tölt opið Varmárbakkar

6 Lau Neisti Blönduós Ís-Landsmót Opið Svínavatn

6 Lau Andvari Garðabæ Vetraleikar 2 Vetramót Kjóavellir

6 Lau Gustur Kópavogi 2 vetramót Vetramót íþróttavelli Glaðheima

6 Lau Máni Keflavík Kristjánsmótið Mánahöllin

6 Lau Sleipnir Selfossi 2 vetramót Vetrarmót Brávöllum

6 Lau Sóti Álftanesi Vetrarmót Vetramót Breiðumýri

11 Fim Meistaradeild VÍS Ölfusi Gæðingafimi Ingólfshvoli

11 Fim Hringur Dalvík Svarfdælska mótaröðin Hringsholti

11 Fim Léttir Akureyri Kea mótaröð (fimmgangur) Mótaröð Top Reiter höllin

13 Lau Skuggi Borgarnesi Vetrarmót Skuggi/Faxi Vetramót Reiðhöll/Vindás

13 Lau Landsliðsnefnd LH Reykjavík Svellkaldar konur Ístölt Skautasvellinu Laugardal

13 Lau Þjálfi Mývatn Mývatn Open Ístölt Mývatn

13.-14 Lau-sun Æskan og Hesturinn Reykjavík Æskan og Hesturinn Sýning Reiðhöll Víðidal

19 Fös Máni Keflavík Karlatölt Töltkeppni Mánahöllin

20 Lau Hörður Mosfellsbæ 2 vetramót Vetrarmót Varmárbakkar

20 Lau Glaður Búðardal Vetrarmót 2 Vetrarmót Búðardal

20 Lau Léttir Akureyri Stjörnutölt Töltmót Skautahöllin Akureyri

20 Lau Sörli Hafnarfirði 2 Landsbankamót Mótaröð Sörlastaðir

20 Lau Fákur Reykjavík Barkamót Töltmót Reiðhöll/Víðidal

21 Sun Freyfaxi Egilsstaðir Vetramót Vetraleikar Stekkhólma

25 Fim Meistaradeild VÍS Ölfusi Fimmgangur Íþróttamót Ingólfshvoli

25 Fim Léttir Akureyri Kea mótaröð (Smali og skeið) Mótaröð Top Reiter höllin

25 Fim Hringur Dalvík Svarfdælska mótaröðin Hringsholti

27 Lau Andvari Garðabæ Karlatölt/opið Opið/reiðhöll Kjóavellir

27 Lau Gustur Kópavogi 3 vetrarmót Vetramót íþróttavelli Glaðheima

27 Lau Fákur Reykjavík Vetraleikar Vetramót Víðivöllum

27 Lau Skuggi Borgarnesi Vetrarmót Skuggi/Faxi Vetramót Reiðhöll/Vindás

27 Lau Sindri Vík Mýrdal Vetramót Vetramót Vík eða Sindravöllur

27 Lau Sleipnir Selfossi 3 vetrarmót Vetrarmót Brávöllum

27 Lau Smári Flúðir Punktamót Smára Vetraleikar Torfdal

31 Mið Sleipnir Selfossi Töltmót Tölt Ölfushöll

APRÍL Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

1 Fim Hringur Dalvík Firmamót Hrings Firmakeppni Hringsholti

1 Fim Hörður Mosfellsbæ Kvennatölt Harðar Tölt/opið Varmárbakkar

2 Fös LH og UMFÍ Hella Meistaradeild UMFÍ Smali og fjórgangur Reiðhöllin Rangárbökkum

3 Lau Landsliðsnefnd LH Reykjavík Þeir allra sterkustu Ístölt Skautasvellinu Laugardal

3 Lau Andvari Garðabæ Vetraleikar 3 Vetramót Kjóavellir

3 Lau Hella Stóðhestaveisla Sýning Reiðhöllin Rangárbökkum

Sörli Hafnarfirði Kappreiðar Sörlastaðir

3 Lau Léttir Akureyri Æskulýðsmót Líflands Æskan Top Reiter höllin

9 Fös Máni Keflavík Kvennatölt Töltkeppni Mánahöllin

9 Fös LH og UMFÍ Hella Meistaradeild UMFÍ Fimmgangur og slaktaumatölt Reiðhöllin Rangárbökkum

10 Lau Meistaradeild VÍS Skeiðleikar Kappreiðar auglýst síðar

10 Lau Hörður Mosfellsbæ 3 vetrarmót Vetrarmót Varmárbakkar

10 Lau Léttir Akureyri Fákar og fjör Sýning Top Reiter höllin

10 Lau Sindri Vík Mýrdal Firmakeppni Sindra Firmamót Sindravöllur

10 Lau Skuggi Borgarnesi Vetrarmót Skuggi/Faxi Vetramót Reiðhöll/Vindás

10 Lau Sóti Álftanesi Vetrarmót Vetrarmót Breiðumýri

10 Lau Sörli Hafnarfirði Nýhestamót Sörlastaðir

16 Fös LH og UMFÍ Hella Meistaradeild UMFÍ Tölt og skeið Reiðhöllin Rangárbökkum

17 Lau Gustur Kópavogi Kvennatölt Gusts Tölt/opið Reiðhöll Gusts Kópavogi

17 Lau Glaður Búðardal Íþróttamót íþróttamót Búðardal

18 Sun Fákur Reykjavík Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks Íþróttamót Reiðhöll/Víðidal

17 Lau Smári Flúðir Punktamót Smára Vetraleikar Torfdal

17.-18 Lau-sun Léttir Akureyri Vormót Léttis Íþróttamót Hlíðarholtsvöllur

22 Lau Meistaradeild VÍS Ölfusi Tölt og gæðingaskeið Íþróttamót Ingólfshvoli

22 Lau Andvari Garðabæ Firmakeppni Firmamót Kjóavellir

22 Lau Fákur Reykjavík Firmakeppni Firmamót Víðivellir

24 Lau Gustur Kópavogi Firmakeppni Firmamót íþróttavelli Glaðheima

24 Lau Sleipnir Selfossi Firmakeppni Firmamót Brávöllum

24 Lau Skuggi Borgarnesi Firmakeppni Firmamót Vindási

23-24 Fös-lau Sörli Hafnarfirði 3 Landsbankamót Vetrarmótaröð Sörlastaðir

MAÍ Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

1 Lau Freyfaxi Egilsstaðir Firmakeppni Firmamót Stekkhólma

1 Lau Hörður Mosfellsbæ Firmakeppni Firmamót Varmárbakkar

1 Lau Smári Flúðir Firmakeppni Firmamót Torfdal

1 Lau Sóti Álftanes Firmakeppni Firmamót Breiðumýri

1.- 2. Lau-sun Sleipnir Selfoss Íþróttamót íþróttamót/Skeiðleikar 1/WR Brávellir

5.-9 Mið-sun Fákur Reykjavík Reykjavíkurmót Fáks WR Opið íþróttamót/WR Viðivellir

8 Lau Skuggi Borgarnes Íþróttamót Íþróttarmót Vindási

8 Lau Sörli Hafnarfirði Firmakeppni Sörlastaðir

13 Fim Léttir Akureyri Firmakeppni Firmamót Hlíðarholtsvöllur

15 Lau Fákur Reykjavík Almannadalsmótið Víðvellir

15 Lau Máni Keflavík Firmakeppni Firmamót Mánagrund

15 Lau Sóti Álftanesi Íþróttamót Íþróttamót Breiðumýri

15.-16 Lau-sun Gustur Kópavogi Íþróttamót Íþróttamót/WR íþróttavelli Glaðheima

15.-16 Lau-sun Léttir Akureyri Opna Norðurlandsmótið íþróttamót/opið Hlíðarholtsvöllur

14.-16 Fös-sun Hörður Mosfellsbæ Opna íþróttamót Harðar íþróttamót/opið Varmárbakkar

22. Lau Skuggi Borgarnes Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Vindás

22 Lau Snæfellingur Grundarfirði Íþróttamót Íþróttamót Grundarfirði 

22.-23 Lau-sun Andvari Garðabæ Íþróttamót Íþróttamót Kjóvellir

22.-23 Lau-sun Freyfaxi Egilsstaðir Opið Austurlandsmót í hestaíþróttum Íþróttamót/opið Stekkhólma

22-23 Lau-sun Geysir Hella Íþróttamót Gaddstaðaflatir

22-23 Lau-sun Sörli Hafnarfirði Íþróttamót Íþróttamót Sörlastaðir

27.-31 Fim-sun Fákur Reykjavík Gæðingamót Fáks/úrtaka f/LM Gæðingakeppni Viðivellir

29. Lau Fákur Reykjavík Skeiðleikar 2 P1, P2 og P3 / WR Víðivöllum

29 Lau Blær Norðfirði Firmamót Firmakeppni Kirkjubólseyrum

29 Lau Hringur Dalvík Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Hringsholt

29 Lau Léttir Akureyri Goðamót Hlíðarholtsvöllur

29.-30 Lau-sun Gustur Kópavogi Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Glaðheimur

JÚNÍ Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

3.-5 Fim-lau Sörli Hafnarfirði Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Sörlastaðir

4.-6 Fös-sun Hörður Mosfellsbæ úrtaka f/LM Gæðingakeppni Varmárbakkar

4.-6 Fös-sun Máni Keflavík Hestaþing Mána Gæðingakeppni Mánagrund

5. Lau Neisti Blönduósi Úrtökumót f/LM Gæðingakeppni Neistavellir

5.-6 Lau-sun Andvari Garðabæ Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Kjóavellir

5.-6. La-sun Sleipnir Selfossi Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Brávöllum

5. Lau Sóti Álftanes Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Breiðumýri

Sörli Hafnarfirði Opið tölt og skeiðmót Íþróttakeppni Sörlastaðir

11.-12. Fös-lau Þytur Hvammstanga Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Hvammstanga

12 Lau Blær Norðfirði Gæðingamót úrtaka f/LM Gæðingakeppni Kirkjubólseyrum

12 Lau Léttfeti Sauðárkróki Félagsmót og úrtaka f/LM Gæðingakeppni Fluguskeið

12 Lau Stígandi Skagafjörður Úrtökumót f/LM Stígandi/Glæsir/Svaði Gæðingakeppni Vindheimamelar

12.-13 Lau-sun Freyfaxi Egilsstaðir Félagsmót og úrtaka f/LM Gæðingakeppni

11.-13 Fös-sun Geysir Hella Gæðingamót úrtaka/Geysir,Smárii, Ljúfur og Logi Gæðingakeppni Gaddstaðaflatir

12.-13 Lau-sun Léttir Akureyri Gæðingakeppni Léttis (úrtaka) Gæðingakeppni Hlíðarholtsvöllur

12.-13 Lau-sun Sindri Vík Mýrdal Hestaþing Sindra Gæðingakeppni Sindravöllur

13 Sun Funi Eyjarfirði Gæðingamót Funa Gæðingakeppni Melgerðismelum

13 Sun Snæfellingur Kaldármelar Gæðingamót/úrtaka fyrir LM Gæðingakeppni Káldármelar 

15. Þri Sleipnir Selfoss Skeiðleikar 3 P1, P2, P3 og T1 / WR Brávellir

16.-18 Mið-fös Hörður Mosfellsbæ Sumarsmellur Harðar Opið íþóttamót/fullorð Varmárbakkar

19.-20 Lau-sun Glaður Búðardal Hestaþing Glaðs Gæðingamót Búðardal 

19.-20 Lau-sun Kópur Klaustri Hestamót Sindra Gæðingakeppni Sólvöllum

JÚLÍ Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

10.-18. Lau-sun FEIF Danmörk FEIF YouthCup Íþróttamót Kalö - Danmörk

10.-11. Lau-sun Þytur Hvammstangi Gæðingamót Gæðingamót Hvammsvöllur

14. Miðv. Fákur Reykjavík Skeiðleikar P1, P2 og P3 / WR Víðivellir

16.-17. Fös-lau Stormur Vestfirðir Hestaþing Storms Gæðingamót Söndum

Dýrafirði

16.-18 fös-sun Funi/Léttir Norðurland Æskulýðsmót Norðurlands Æskulýðsmót Melgerðismelar

24 Lau Stígandi Skagafjörður Félagsmót Stíganda Gæðingamót Vindheimamelar

31 Lau Blær Norðfirði Félagsmót Blæs Kirkjubólseyrum

31.júl-1.ágú Lau-sun Logi Biskupstungur Hestaþing Loga Gæðinga/íþróttamót Hrísholt

31.júl-1.ágú Lau-sun Gullhylur Skagafjörður Fákaflug/Stígandi/Léttfeti/Svaði Opið/gæðingamót Vindheimamelar

ÁGÚST Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

4.-8. Mið-sun FEIF Finnland Nordic Championship 2010

Norðurlandamót Íþróttamót Ypäjä - Finnland

 

 

5. Fim Hringur Dalvík Fiskidagskappreiðar Kappreiðar Hringsholt

7.-8. Lau-sun Þjálfi Mývatnssveit Einarsstaðamót Einarsstöðum

11. Miðv. Sleipnir Selfoss Skeiðleikar P1, P2 og P3 / WR Brávellir

12.-15. Fim-sun Þytur Hvammstangi Íslandsmót barna-unglinga-ungenna Íþróttamót Hvammstangi

 14. Lau Smári Flúðir Gæðingakeppni Gæðingamót Torfdal

14.-15. Lau-sun Freyfaxi Egilsstaðir Fossgerðismót Fossgerði

19.-22. Mið-sun Geysir Hella Suðurlandsmót Opið/Íþróttamót Gaddstaðaflatir

21.-22. Lau-sun Funi Eyjarfirði Opið stórmót Funa Gæðinga/íþróttamót Melgerðismelar

21.-22. Lau-sun Þytur Hvammstanga Íþróttamót Þyts Íþróttamót Hvammstanga

25.- 28. Mið-lau Sörli Hafnarfjörður Íslandsmót fullorðinna Íþróttamót Sörlastaðir

28. Lau Funi Eyjarfirði Bæjarkeppni Funa Melgerðismelum

SEPTEMBER Dagur Félag Landssvæði Mót Tegund móts Mótssvæði

3.-5. Fös-sun Andvari Garðabæ Meistaramót Andvara(Metamót) Gæðingak/tölt/kappr Kjóvellir

 

6. kafli

Æskulýðsdeild

 

6. Æskulýðsstarf félagsins

6.1. Skýrsla æskulýðsdeildar 2009

Æskulýðsstarf Sleipnis 

Æskulýðsstarf Sleipnis var með miklum myndarbrag árið 2009. Haldin voru knapamerkjanámskeið á vegum félagsins í fyrsta sinn og tók í því þátt veglegur hópur barna og unglinga, sem skiluðu prófum sinum með glæsibrag. Þar fyrir utan var boðið upp á fjölbreytt úrval annarra námskeiða, keppna og uppákoma sem gefa góð fyrirheit um starf félagsins á næstu árum. 

Dagskrá ársins hófst með kynningarfundi þann 11. febrúar, þar sem æskulýðsstarf félagsins var kynnt. Góð mæting var á fundinum og áhugi félagsmanna mikill. Félagið stendur nú á tímamótum þar sem bygging reiðhallar í hesthúsahverfinu á Brávöllum á Selfossi stendur nú fyrir dyrum, en sú aðstaða sem þá skapast mun hafa mikla þýðingu fyrir æskulýðsstarf félagsins um langa framtíð.

Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar börnum, unglingum, ungmennum og foreldrum þeirra í félaginu frábært samstarf á árinu og hlakkar til að taka þátt í frekara uppbyggingarstarfi á komandi ári. Æskulýðsnefndin vill einnig þakka sérstaklega þeim sem lögðu hönd á plóg við fjáröflun, kennslu og önnur verkefni sem gerðu dagskrá vetrarins mögulega.

Reiðnámskeið og önnur fræðsla

Haldin voru knapamerkjanámskeið á vegum félagsins í fyrsta sinn og tók í því þátt veglegur hópur barna og unglinga, sem skiluðu prófum sinum með glæsibrag. Ennfremur voru haldin almenn reiðnámskeið á vegum æskulýðsnefndar félagsins og keppnisnámskeið. Reiðkennari Sleipnis var Elsa Magnúsdóttir og á félagið henni miklar þakkir skyldar. Reiðnámsskeið Sleipnis stóðu yfir samfleytt frá febrúarmánuði og fram á mitt sumar. Sumarið 2009 starfaði síðan Reiðskóli Sleipnis með hefðbundnu sniði, en Rannveig Árnadóttir og Brynjar Jón Stefánsson.

Fyrirlestur um járningar og hófhirðu, sem opin var öllum félagsmönnum, ungum sem öldnum, en allur ágóði námskeiðsins rann til styrktar æskulýðsnefndar og fengu börn og unglingar frítt inn á námskeiðið. Kennari var Siguðurður Torfi Sigurðsson og þakkar æskulýðsnefnd Sleipnis honum kærlega fyrir framlag sitt til æskulýðsstarfs Sleipnis.

Guðmundur og Ragna á söðlasmíðaverkstæði Baldvins og Þorvaldar á Selfossi tóku á móti börnum og unglingum 3. mars 2009 og kenndu þeim ýmislegt varðandi öryggisbúnað og meðferð reiðtygja og hjálma. Skemmtilegt og fróðlegt erindi fyrir jafnt foreldra sem börn.

 

Fjáröflun

Æskulýðsstarf Sleipnis var dyggilega stutt af Fjölskyldumiðstöð Árborgar á Selfossi. Einnig fékk starfið styrk frá Íþrótta- og tómstundaráði Árborgar til að greiða niður óvissuferð æskulýðsstarfsins, sem farin var 17. maí.

Dósasöfnun reyndist mikilvæg tekjulind fyrir starfið og vill nefndin þakka þeim aðilum sem hvað dyggast aðstoðuðu við dósaflokkunina. Auk nefndarinnar tóku Guðmundur Lárusson, Sigurður Torfi Sigurðsson, Óli Pétur Gunnarsson, Þórólfur Sigurðsson, Sigríður Óladóttir, Sölvi Sveinsson og Marín Davíðsdóttir verulega til hendinni við dósaflokkunina og vill nefndin þakka þeim kærlega fyrir framtakið. Sigurði Torfa er ennfremur þakkað fyrir að styrkja æskulýðsstarfið með innkomu af járninga- og hófhirðuerindi sínu.

Hópur barna og unglinga tók þátt í veitingasölu til styrktar æskulýðsstarfinu og komu að því verkefni Þórólfur Sigurðsson, Sigríður Óladóttir, Sölvi Sveinsson, Marín Davíðsdóttir, Dagbjört Skúladóttir, Sólveig Ágústa Ágústsdóttir og Kolbrún Björt Ágústsdóttir.

Ennfremur gáfu ýmsir félagsmenn vinnu sína, lögðu til bíla og hestakerrur og gerðu æskulýðsstarfið mögulegt á ýmsan hátt.

 

Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16.-21. árs í hestamennsku

Hestamannafélagið Sleipnir studdi umsókn Arnars Bjarka Sigurðssonar í Úrvalshóp unglinga og ungmenna 16.-21. árs í hestamennsku fyrir árið 2009. Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshópinn er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlestrum og dómurum á hverjum tíma og takmarkið er að bæta kunnáttu þeirra, auka skilning og gera þau að eins góðum hestamönnum og kostur er á. Arnar Bjarki hefur staðið sig með prýði og verið börnum og unglingum hvatning með frammistöðu sinni á mótum fyrir félagið og með prúðmennsku og ástundun sinni í hestamennsku. 

 

Vor í Árborg

Æskulýðsnefnd Sleipnis tók þátt í dagskrá og fjölskylduleik Vors í Árborg dagana 23.-24. maí. Fyrri daginn var tekið á móti gestum í glæsilega aðstöðu Hauks Baldvinssonar og Ragnhildar Loftsdóttur að Austurási, en seinni daginn fór dagskrá fram í Félagsheimili Sleipnis að Hlíðskjálf og í hesthúsahverfinu. Báða dagana var teymt undir börnum og vill æskulýðsnefnd Sleipnis þakka þeim Bjarna Sveinssyni, Ármanni Sverrissyni, Óla Pétri Gunnarssyni, Maríu Lísu Ásgeirsdóttur, Þórólfi Sigurðssyni og Sigríði Óladóttur og fleirum sem lögðu verkefninu lið sitt. 

 

 

FEIF Youth Camp

Sigríður Óladóttir tók þátt í FEIF Youth Camp, sem haldinn var í Bandaríkjunum dagana 17.-24. júlí. Búðirnar voru haldnar í Wisconsin í um 2 klst fjarlægð frá Chicago á búgarði sem heitir Winterhorse farm. Þar var Sigríður í hópi 31 krakka af 9 mismunandi þjóðernum og naut skemmtilegrar dagskrár  og átti ógleymanlega ferð á indjánaslóðum.

 

Ýmsar hestaferðir

Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr Sleipnis, Háfeta og Ljúfs var farinn um Reykjadal í Ölfusi seint í maí. Ennfremur tóku börn, unglingar og ungmenni í Sleipni, drjúgan þátt í hinum ýmsu ferðum skipulögðum af ferðanefnd Sleipnis. Þar á meðal hinum árlega baðtúr 23. maí, þar sem hestar eru settir á sund í fjörunni við Eyrarbakka. Árleg langferð Sleipnis var dagana 14.-17. júní farin um Rangárvelli og haustreiðtúr Sleipnis var farinn þann 29. ágúst. 

 

Óvissuferð

Þann 17 maí 2009 fór hópur barna og unglinga í óvissuferð á vegum æskulýðsnefndar Sleipnis. Hópurinn fékk frábært veður og var ferðin forsmekkur á gott sumar. Ferðinni var haldið í Haukadalsskóg, þar sem farið var í göngu um skóginn og grillaðar voru pylsur í frábærri grillaðstöðu Skógræktarinnar. Síðan var hverasvæðið á Geysi skoðað og hrossaræktarbúið að Efra-Langholti heimsótt. Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar þeim Berglindi Ágústsdóttur og Ragnari Geirssyni fyrir frábærar móttökur. Jafnframt þakkar nefndin fjárhagslegan stuðning frá Íþrótta- og tómstundaráði Árborgar, sem gerði ferðina mögulega

 

 

7. kafli

Fræðslu- og forvarnastarf

 

7. Fræðslu- og forvarnastarf

 

7.1 Stefna félagsins í fræðslu og forvarnarmálum

 

Stefnumótunarreglur í vímuvörnum

 

1. Forvarnagildi íþrótta

 

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægi hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum reiðir betur af og neyta síður vímuefna sem eru virk í íþróttastarfi. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa mjög skaðleg áhrif á árangur í íþróttum. Félagið vill efna enn frekar vímuvarnargildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis og annara vímuefna.

 

2. Neysla tóbaks og vímuefna

 

Félagið er andvígt allri neyslu tóbaks og vímuefna allra iðkenda og annara félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum félagsins.

 

3. Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

 

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri neyslu iðkennda undir 18 ára aldri og foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.

 

Viðbrögð við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða mun félagið bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins (sbr. lið 2) og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

 

Viðbrögð félagsins við brot á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili slík viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins munu samt ávallt mótast af vilja til að aðstoða iðkenndur við að laga sig að reglum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.

 

4. Hlutverk þjálfara

 

Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnastefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkennda á viðeigandi hátt.

 

Félagið mun sjá þjálfurum fyrir um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar síðan miðla áfram til iðkennda.

 

Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

 

5. Samstarf við foreldra

 

Félagið mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum.

 

Félagið mun standa að góðu samstarfi við foreldra iðkennda með fræðslu um neikvæð áhrif áfengis og annara vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.

 

6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

 

Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

 

Félagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.

 

 

8. kafli

 

8. Jafnréttismál

 

8.1 Jafnréttisáætlun.

 

a) Í hestaíþróttum er algert jafnrétti á milli kynjanna og æfa kynin saman. Ekki er heldur kynjaskipt í keppni þannig að við sinnum til jafns kröfum beggja kynja til íþróttaiðkunar.

 

 

9. kafli

9. Umhverfisstefna

9.1 Umhverfisstefna

 

Félagið hefur mótaða stefnu:

 

Íþróttastarfið þarf að fara fram í sátt við umhverfið. Mikilvægt er að halda umhverfinu hreinu. Fyrir utan jákvæð áhrif á þá sem starfa í íþróttahreyfingunni hefur það líka jákvæð áhrif á sveitarfélög, almenning, styrktaraðila og ríkisvald.

 

Stefna í umhverfismálum

 

Félagið/deildin hefur sett sér stefnu í umhverfismálum. Félagið leitast við að ganga um umhverfi sitt af nærgætni. Félagið endurnýtir jarðúrgang eða kemur honum á svæði sem viðurkennd eru af sveitarfélaginu til losunar á slíkum úrgangi. Félagið hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi:

 

 

  • félagið hvetur til sparnaðar í keyrslu með því að sameinst er um bíla og hestakerrur þegar sækja þarf mót útfyrir bæjarfélagið.
  • Tiltekt fer fram á svæði reglulega
  • endurnýtanleg ílát eru flokkuð frá öðru sorpi
  • félagið hefur plantað trjám á félagssvæðinu og fyrirhugað er að frekari plöntun trjáa í samstarfi Sveitarfélagið Árborg.