Ábending varðandi lausagöngu hunda í hesthúsahverfinu. Nú í vikunni varð óhapp er 13 ára drengur féll af baki þegar hestur fældist er laus hundur kom hlaupandi að honum úr nærliggjandi gerði og þurfti að leita til læknavaktarinnar til aðhlynningar. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem svona atvik á sér stað. Bent er á 4. gr. um hundahald og lausagöngu hunda í Árborg, sjá nánar hér.
Hundeigendur eru vinsamlega beðnir að gæta að hundum sínum og hafa þá ekki lausa í hesthúsahverfinu.
Stjórnin