Frá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands.
Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.


Þriðjudaginn 1. mars. Hvanneyri, Borgarfirði.
Miðvikudaginn 2. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.


Fimmtudaginn 3. mars. Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík.
Mánudaginn 7. mars. Hlíðarbæ, Eyjafirði.
Þriðjudaginn 8. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki.
Miðvikudaginn 9. mars. Gauksmýri, Vestur-Húnavatnssýslu.

Mánudaginn 14. mars. Gistihúsinu, Egilsstöðum.
Þriðjudaginn 15. mars. Stekkhól, Hornafirði.

Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga og Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.

Hrossaræktarsamtök Sl.