Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið  í Gæðingadómum,ef næg þáttaka

fæst,lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.

Námskeiðið verður  haldið í Reykjavík  29.apríl næstkomandi og hefst kl 14,00 og stendur fram á sunnudaginn 1.maí .  Námskeiðinu lýkur með prófi eftir hádegi.

Kennt verður í húsakynnum ÍSÍ og  á svæðum hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks ekki seinna en miðvikud 20.apríl og staðfesta þáttöku með staðfestingargjaldi kr 25.000.

Verð námskeiðs og gagna er kr 58.000 fyrir nýdómaranámskeið og kr 38.000 fyrir Landsdómaranámskeið.  Gögn verða send  til viðkomandi um leið og skráningarfrest líkur.  Nauðsynlegt er  að fólk sé mjög vel undirbúið þegar námskeið hefst er þar átt við lög og reglur LH/Gæðingakeppni  og leiðara.

 

Flest Hestamannafélög styrkja sitt fólk til þátttöku og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið og vera í sambandi ef frekari upplýsinga er óskað .

Skráning á námskeiðið og fyrispurninr skal senda á gaedingadomarar@gmail.is