Reiðnámskeiðin hefjast þriðjudaginn 1. febrúar og eru tímasetningar og hóparöðun eins of fram kemur í töflunni hér fyrir neðan. Athugið að Þorvaldur reiðkennari ætlast til stundvísi og mun læsa meðan á kennslu stendur en nemendur næsta tíma geta mætt snemma og beðið á svæði austast í reiðhöllinni. Komið er inn með hestana um miðjudyrnar austan megin. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér knapamerkjakerfið sem er eina kennsluskráin sem við eigum fyrir reiðkennslu, geta skoðað http://knapi.holar.is/ en þar má finna upplýsingar um flest það er varðar fyrirkomulag þeirra.  

Athugið að með því að smella á Reiðhöll Sleipnis hér til hliðar og Dagatal Reiðhallar sjást næstu viðburðir í reiðhöllinni og með því að smella á viðburð má sjá nafnalista hvers reiðtíma.

Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna þá hafið samband í netföng rabbih@simnet.is eða sirry@simnet.is eða í síma 8971299 á virkum dögum og 8448000 um helgar.